Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 11
eimreiðin GRÍMUR THOMSEN 7 En eins og Qrímur var nú kominn út á alt aðrar brautir en metorðagirni föður hans hafði ætlað honum, svo hefir hann heldur ekki sjálfur í upphafi getað séð fyrir, hvert hann bar. Svo glæsilegur sem ferill hans virtist vera, voru ýmsir meinbugir á ráði hans. Þrátt fyrir alt varð hann aldrei annað en fátækur maður meðal ríkra, útlendur maður meðal inn- lendra. Barátta hans var harðari en annara félaga hans og heppinauta, hann varð stundum að beita hvassari vopnum en hann sjálfur mundi hafa kosið, og náði þó hvorki frægð né völdum í hlutfalli við gáfur sínar. Efnahagur hans leyfði hon- um ekki að kvænast. Það hefði verið sama og afsala sér því lífi, sem hann hafði lifað. Framundan var einmana barátta, í framandi landi, án vonar um nokkurn úrslitasigur. Við þetta bætist svo, að andlegt líf Norðurálfunnar fyrir miðja 19. öldina, á þeim árum, sem skáru mest úr um þroska Gríms, er fult af vonbrigðum, í bókmentum, heimspeki og etjórnmálum. Rómantiska stefnan var orðin gjaldþrota á öllum þessum sviðum, og menn höfðu ekki náð tökum á nýjum veruleika í hennar stað. Grímur drekkur þetta hugarástand í sig á árunum um og yfir tvítugt. Fyrsta kvæði hans, sem Prentað er, heitir einmitt Olund, og rit hans um skáldskap Frakka og Byron lávarð frá þeim árum bera vott um, að ■Vrkisefnið er ekki valið af tómri rælni. En í kvæðinu kemur ^inmitt fram tómleikatilfinning fremur en sársauki. Það er ^ngur maður, sem er orðinn gamall fyrir örlög fram. Á ein- iak Landsbókasafnsins af »Den nyfranske Poesi« er ritað: Til Dr. Hjaltalín, fra Deres hypochondriske Patient, Forfatt- eren. En hypochondri er einmitt megnt óyndi, að vera ekki heill maður, og kenna sér þó einskis sérstaks meins. Sé alls þessa gætt, er auðsætt að Grímur hefir ekki verið hamingjusamur maður. Og þar sem um ljóðskáld er að ræða, er næst að spyrja, hvernig tilfinningar hans lýstu sér. Auðvit- aö væri fjarstæða að efast um, að Grímur hafi átt mikið af viðkvæmni í eðli sínu. Enginn getur verið andans maður án þess, því að meginþáttur allra gáfna er viss tegund viðkvæmni. Enda kemur það víða fram í kvæðum hans, ef vel er að gáð. En hvorki þar né í líferni sínu bar hann hana utan á sér..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.