Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 11
eimreiðin
GRÍMUR THOMSEN
7
En eins og Qrímur var nú kominn út á alt aðrar brautir
en metorðagirni föður hans hafði ætlað honum, svo hefir
hann heldur ekki sjálfur í upphafi getað séð fyrir, hvert hann
bar. Svo glæsilegur sem ferill hans virtist vera, voru ýmsir
meinbugir á ráði hans. Þrátt fyrir alt varð hann aldrei annað
en fátækur maður meðal ríkra, útlendur maður meðal inn-
lendra. Barátta hans var harðari en annara félaga hans og
heppinauta, hann varð stundum að beita hvassari vopnum en
hann sjálfur mundi hafa kosið, og náði þó hvorki frægð né
völdum í hlutfalli við gáfur sínar. Efnahagur hans leyfði hon-
um ekki að kvænast. Það hefði verið sama og afsala sér því
lífi, sem hann hafði lifað. Framundan var einmana barátta, í
framandi landi, án vonar um nokkurn úrslitasigur.
Við þetta bætist svo, að andlegt líf Norðurálfunnar fyrir
miðja 19. öldina, á þeim árum, sem skáru mest úr um þroska
Gríms, er fult af vonbrigðum, í bókmentum, heimspeki og
etjórnmálum. Rómantiska stefnan var orðin gjaldþrota á öllum
þessum sviðum, og menn höfðu ekki náð tökum á nýjum
veruleika í hennar stað. Grímur drekkur þetta hugarástand í
sig á árunum um og yfir tvítugt. Fyrsta kvæði hans, sem
Prentað er, heitir einmitt Olund, og rit hans um skáldskap
Frakka og Byron lávarð frá þeim árum bera vott um, að
■Vrkisefnið er ekki valið af tómri rælni. En í kvæðinu kemur
^inmitt fram tómleikatilfinning fremur en sársauki. Það er
^ngur maður, sem er orðinn gamall fyrir örlög fram. Á ein-
iak Landsbókasafnsins af »Den nyfranske Poesi« er ritað:
Til Dr. Hjaltalín, fra Deres hypochondriske Patient, Forfatt-
eren. En hypochondri er einmitt megnt óyndi, að vera ekki
heill maður, og kenna sér þó einskis sérstaks meins.
Sé alls þessa gætt, er auðsætt að Grímur hefir ekki verið
hamingjusamur maður. Og þar sem um ljóðskáld er að ræða,
er næst að spyrja, hvernig tilfinningar hans lýstu sér. Auðvit-
aö væri fjarstæða að efast um, að Grímur hafi átt mikið af
viðkvæmni í eðli sínu. Enginn getur verið andans maður án
þess, því að meginþáttur allra gáfna er viss tegund viðkvæmni.
Enda kemur það víða fram í kvæðum hans, ef vel er að gáð.
En hvorki þar né í líferni sínu bar hann hana utan á sér..