Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 104
100
TÍMAVELIN
eimreiðin
veik von að vísu, en samt sem áður betri en fullkomið von-
leysi. Og auk þess varð því ekki neitað, að þessi heimur var
líka fagur og merkilegur.
En svo var það nú sennilegast, að vélin væri einhverstaðar
t nágrenninu. En þá var um að gera að vera rólegur og
komast eftir því, hvar hún væri fólgin og ná henni með ráð-
kænsku eða snarræði. — Stóð eg nú upp og fór að hugsa
um, hvar eg gæti fengið mér bað. Eg var stirður og óhreinn
og langaði til þess að hressa mig. Eg var nú miklu rólegn,
og skildi sannast að segja ekki í mér að láta svona eins og
óður maður um nóttina. Eg rannsakaði vandlega alla stað-
hætti umhverfis grasflötina. Eg eyddi nokkrum tíma í það, að
reyna að láta nokkra af þeim, sem komu í nánd við mig’
skilja spurningar mínar, en árangurslaust. Þeir höfðu enga
hugmynd um hvað eg átti við með bendingum mínum og teikn-
um. Sumir gláptu á mig eins og bjánar. Aðrir hlógu að mér.
Eg varð að taka á allri stillingu minni, að reka þeim ekki
löðrung á þessi fallegu hlæjandi andlit. Það var heimskuleg
hugsun, en óttinn og reiðin gerðu það að verkum, að það var
grunt á því góða í mér og eg var ákaflega æstur. Þá var
skárra að spyrja sjálfan grassvörðinn. Eg tók eftir því, að hér
um bil mitt á milli fótstallsins stóra og traðksins eftir mig.
þegar eg lenti fyrst og fékk byltuna, mátti sjá greinileg för 1
jarðveginn. Fann eg nú fleiri merki um það, að vélinni hafði
verið ekið burt, og fram með förunum sáust spor, ákaflega
einkennileg lítil spor, líkust því, að þau væru eftir eitthvert
kvikindi. Þetta varð til þess, að eg fór að gefa fótstallinum
betri gaum. Hann var úr bronsi, eins og eg hefi víst sagt
ykkur. Hann var ekki sléttur eins og ein hella, heldur drifinn
allskonar skrauti og flúri og á öllum hliðum voru spjöld greypt
í hann. Eg sló á spjöldin og fann að holt var undir. Þegar eg
athugaði enn betur sá eg, að spjöldin voru ekki áföst umgerð-
unum. Ekki voru þó nein handföng eða skráargöt, en samt
gat vel verið, að þessi spjöld væru í raun og veru hurðir,
sem væru læstar innan frá. Og eitt þóttist eg nú sjá í huga
mér. Það þurfti í raun og veru ekki heldur mikinn skarpleika