Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 30
158 ÞEGAR F0NN1N HVARF eimREID'N aldrei vorum við sælli en þau árin. Friðrik, veistu hvað As- laug sagði um leið og hún kvaddi mig síðast?< Friðrik stóð upp og fór að ganga um gólf. Hann var auð- sýnilega í mikilli geðshræringu. »Hún hvíslaði að mér, að nú skyldi ég sjá til hvort bónd- inn yrði eins blíður eins og meðan hann var á biðilsbuxunum- Það var voðalegur tími sumarið sem hún dvaldi hér. Hún gerði alt til að skaprauna mér, en fjötra þig. Hún, sem eitt sinn átti að verða brúður þín, en þú vildir þá hvorki heyra ne sjá. Þessi nautnasjúka ríkismey þóttist endilega þurfa að dvelja hér uppi í sveit hjá okkur þetta sumar, sér til heilsubótar. Það var líka heilsubót að henni! Hún eitraði líf mitt og barn- anna — og þitt líka, Friðrik, því það sumar — sveikstu miS- Frá þeim tíma varstu gerbreyttur maður, — og nú — nú — þegar við eigum að skilja — bið ég þig í guðs bænum að gleyma mér ekki, — nei, að gleyma ekki, að þú ert faðir tveggja lítilla barna, — sem þurfa á hjálp þinni, og umfram alt, á ást þinni að halda. Vertu þeim góður, Friðrik, — elsku vinur minn — og gættu þeirra vel«. Veika konan þagnaði. Tilfinningarnar höfðu borið hana of- urliði og hún grúfði sig titrandi ofan í koddann. Friðrik hafði hætt að ganga um gólf og staðnæmdist við rúmstokkinn sem þrumu lostinn. Eins og eldingu hefði slegið niður í sál hans, sá hann sjálfan sig alt í einu eins og hann hafði verið í raun og veru síðan um sumarið, að Áslaug hafði heillað hann. Hann skyldi það nú til fulls, sem honum hafði aldrei svo mikið sem dottið í hug áður, hvílíka óbærilega kvöl hann hefði bakað Hildi með framkomu sinni, með kulda sín- um og sinnuleysi. Því Hildur hafði vitað alt. Hún hafði skilið hann betur en hann sjálfur. Hafði hann ekki einmitt gengið með þá hugsun, að hann væri í fjötrum? Hafði hann ekki daglega saurgað heimilislífið með hugsuninni um Áslaugu, sem hafði skapraunað konunni hans á bak við hann og rægt hana á lævísan hátt upp í eyrun á honum? Og hafði honum ekki fundist sem Hildur minkaði stöðugt að sama skapi sem As- laug óx? Og alt þetta hafði konan hans vitað og borið í kyf- þey, ekki svo mikið sem minst á það einu orði fyr en nú. —- Og hvers vegna nú? Af því hún var að deyja. Hugsunin um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.