Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 35

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 35
E|MREIÐIN Vinnuhugvekja. Eftir Guðm. Finnbogason. Hún er góð sagan um það, þegar kölski bar vatn í hrip- UtTI- Hann hafði tekið vatnsburðinn að sér fyrir tiltekið kaup, en Sæmundur vildi láta hann verða af kaupinu og sá svo um, hann fengi hrip til að sækja vatnið í og gengi með þau ’ram hjá sáluhliði. En þar var Sæmundur fyrir og hringdi Hukkunum. Kölski þoldi ekki klukknahljóðið, og hefur víst komið hik á hann, svo að þar fór síðasta vatnið úr hripunum. ^að er sagt, að kölski reyndi þrisvar sinnum, en það fór alt af á sömu leið. Snaraði hann þá frá sér hripunum í bræði og hvarf burtu. ^ér fetum öll að miklu leyti í fótspor kölska, berum vatn í hr>Pum. Að vísu eru hripin misþétt, úr sumum fer meira til °nVtis, úr öðrum minna, en fá mundu reynast fullþétt. Að bera vatn í hripum getur verið ímynd hvers þess starfs, Sem unnið er með svo óhentugum tækjum eða óhagkvæmri aðferð, að meira eða minna af erfiði verkamanftsins ber eng- an árangur, svo að hann sjálfur, eða sá, sem hann vinnur H’rir, verður af kaupinu, fær ekki þann arð vinnunnar, er hann gæti fengið með öðrum tækjum, réttri aðferð. Og vér erum það verri en kölski, að hann fór að eins brjár ferðir með hripin, áður hann sæi, að þau væru óhæf og fleVgði þeim, en vér erum að rogast með ýmiskonar hrip ár ef,'r ár, og sum hafa gengið öld eftir öld, áður en menn sáu a^ sér og köstuðu þeim. Hripin mundu ganga til eilífðar, ef Ver neyddumst ekki til að leggja stundum leið vora hjá sálu- •'ði og hlusta á klukknahljóð skynseminnar. OH vinnubrögð ætti að leiða fyrir dómstól skynseminnar. V‘tið er oss gefið meðal annars til þess að finna bestu leið hverju marki, bestu aðferðina við hvert starf. Mikið af he‘w störfum, er menn inna af hendi, vinna þeir af nauð- sVn, til að viðhalda lífi sínu og sinna, en ekki af því að s,arfið dragi þá fil þess. Vinnan bindur þá við borð, er haft

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.