Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 4
EIMREIÐIN
Francesco Petrarca.
(1304—1374)
Árið, sem er að líða, hefur verið nefnt „Minningarár Petrarca“.
í vor í apríl-mánuði voru víðsvegar á Ítalíu og á Frakk-
landi haldnar hátíðir honum til heiðurs; skrautútgáfu af ritum
hans er verið að prenta. Er fyrsta bindið komið út og hefur
inni að halda latneska kvæðið „Africa“, og nú á þessu hausti
er verið að reisa honum veglegt minnismerki í fæðingarbæ
hans Arezzo.
Sama ár og vér íslendingar héldum þúsundára afmæli lands
vors, 1874, var hans einnig minst með hátíðahöldum á ætt-
jörðu hans og fósturlandi. Þá voru liðin 500 ár frá dauða hans,
en þá var þó ekki eins mikið um að vera og nú. En hvers
er þá verið að minnast nú, og hví hefur nafn Petrarca á þessu
ári bergmálað um allan hinn mentaða heim? Það er atvik,
sem kom fyrir Petrarca 6. apríl fyrir 600 árum síðan,
sem nú er verið að minnast. Mætti það í sjálfu sér sýnast
vera næsta lítið, en mikilsvert var það fyrir Petrarca sjálfan
og um leið fyrir heimsbókmentirnar.
Árla morguns sjötta apríl 1327 gekk ungur maður eftir
strætum Avignonborgar. Hann var fríður sýnum og svo snyrti-
lega klæddur, að ekki var laust við, að of íburðarmikið væri-
Hroknir lokkar féllu niður á herðar honum, hann var búinn
silkifötum, og skór hans voru svo smáir, að þeir ollu honum
sársauka. Hann var aðeins 23 ára gamall, svo að ekki var
tiltökumál, þó að hann væri dálítið hégómagjarn og vildi
gjarnan láta taka eftir sér. Hann var á leið til kirkjunnar Sainte-
Claire, og þegar hann gekk þar inn, mætti hann í fyrsta
sinni konu þeirri, er hann unni alla æfi síðan og orti um hm
ódauðlegu ástarkvæði.
Allur almenningur á svo lítinn kost á að kynna sér bók-
mentasögu menningalandanna, að það er ef til vill ekki þar^'
laust að skýra lítið eitt nánara frá, hver Petrarca var og hve
mikilvægum tímamótum hann lifði á.