Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Page 4

Eimreiðin - 01.10.1927, Page 4
EIMREIÐIN Francesco Petrarca. (1304—1374) Árið, sem er að líða, hefur verið nefnt „Minningarár Petrarca“. í vor í apríl-mánuði voru víðsvegar á Ítalíu og á Frakk- landi haldnar hátíðir honum til heiðurs; skrautútgáfu af ritum hans er verið að prenta. Er fyrsta bindið komið út og hefur inni að halda latneska kvæðið „Africa“, og nú á þessu hausti er verið að reisa honum veglegt minnismerki í fæðingarbæ hans Arezzo. Sama ár og vér íslendingar héldum þúsundára afmæli lands vors, 1874, var hans einnig minst með hátíðahöldum á ætt- jörðu hans og fósturlandi. Þá voru liðin 500 ár frá dauða hans, en þá var þó ekki eins mikið um að vera og nú. En hvers er þá verið að minnast nú, og hví hefur nafn Petrarca á þessu ári bergmálað um allan hinn mentaða heim? Það er atvik, sem kom fyrir Petrarca 6. apríl fyrir 600 árum síðan, sem nú er verið að minnast. Mætti það í sjálfu sér sýnast vera næsta lítið, en mikilsvert var það fyrir Petrarca sjálfan og um leið fyrir heimsbókmentirnar. Árla morguns sjötta apríl 1327 gekk ungur maður eftir strætum Avignonborgar. Hann var fríður sýnum og svo snyrti- lega klæddur, að ekki var laust við, að of íburðarmikið væri- Hroknir lokkar féllu niður á herðar honum, hann var búinn silkifötum, og skór hans voru svo smáir, að þeir ollu honum sársauka. Hann var aðeins 23 ára gamall, svo að ekki var tiltökumál, þó að hann væri dálítið hégómagjarn og vildi gjarnan láta taka eftir sér. Hann var á leið til kirkjunnar Sainte- Claire, og þegar hann gekk þar inn, mætti hann í fyrsta sinni konu þeirri, er hann unni alla æfi síðan og orti um hm ódauðlegu ástarkvæði. Allur almenningur á svo lítinn kost á að kynna sér bók- mentasögu menningalandanna, að það er ef til vill ekki þar^' laust að skýra lítið eitt nánara frá, hver Petrarca var og hve mikilvægum tímamótum hann lifði á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.