Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 7
EIMREIÐIN
FRANCESCO PETRARCA
311
æfi. Dante, Petrarca, Boccaccio, Leonardo da Vinci, Michel
Angelo og Raphael — svo nefndir séu aðeins risar þessa
tímabils — eru nöfn, sem enginn listelskur mentamaður heyrir,
án þess að í huga hans vakni löngun til að kynnast verkum
þeirra á einhvern hátt.
Sá latneskur höfundur, sem endurfæðingar- (Renaissance)
skáldin ítölsku höfðu sérstakar mætur á, var Virgill. í »La
Divina Commedia* er það Virgill, sem leiðir skáldið gegnum
undirdjúpin og hreinsunareldinn og upp að dyrum himnaríkis,
en »inn um hið þröngva hlið« kemst ekki hið heiðna skáld.
Virgill var einnig uppáhaldsskáld Petrarca, og á bókasafninu
í Milano er enn til eintak það af Virgli, sem Petrarca átti, og
framan á því hefur hann með eigin hendi ritað frásögnina
um það, er hann frétti lát Lauru.
Francesco Petrarca er fæddur 20. júlí 1304 í borginni
Arezzo, en þangað höfðu foreldrar hans flúið frá Florens af
stjórnmálaástæðum. Hann var því fæddur í útlegð, enda ein-
kennir það æfiferil hans að vera á sífeldum ferðalögum. Alt
frá barnæsku var hann mjög bókhneigður og var mjög bráð-
þroska. »A þeim aldri, er önnur börn lesa dæmisögur Esops«,
segir hann sjálfur, »þá las ég Cicero*.
Faðir hans var lögfræðingur og vildi láta soninn verða það
Hka. Hann stundaði því nám við ýmsa skóla á Italíu og
Frakklandi. En það voru ekki lögfræðisbækur, sem hann las,
heldur sökti hann sér niður í lestur latneskra höfunda og lét
sig dreyma, að hann yrði þeim jafnsnjall og jafnfrægur. Faðir
hans komst að þessu og brást reiður við, tók allar latnesku
bækurnar og brendi þær, og það var aðeins fyrir bænir og
tár, að Petrarca fékk að halda verkum Virgils og Ciceros.
Allar vísindalegar og heimspekilegar ritgerðir samdi hann á
latínu, eins og þá var siður, en einnig lengsta kvæðið sitt,
Africa, og þykir það nú skaði mikill, því að þeir, sem vit
hafa á, álíta, að ef hann hefði notað ítölsku, þá myndi þetta
kvæði hafa orðið eins frægt og La Divina Commedia. Því
það sem hefur haldið nafni hans uppi í 600 ár eru einmitt
'tölsku söngvarnir (Canzoniere), ástarkvæðin til Lauru, sem á-
litin eru hið bezta og fegursta, er ritað hefur verið um hreina
°9 skírlífa ást, og svo vel hefur skáldinu tekist að grafa mynd