Eimreiðin - 01.10.1927, Side 16
320
KÓRVILLAN
EIMREIÐIN
í>að er sagt:
Að hann hafi heitið Napoleon Bonaparte.
Að hann hafi verið fæddur á eyju í Miðjarðarhafinu.
Að móðir hans hafi heitið Letitia.
Að hann hafi átt þrjár systur og fjóra bræður, og hafi þrír
þeirra verið konungar.
Að hann hafi átt tvær konur, og önnur þeirra hafi fætt
honum son.
Að hann hafi gert enda á mikilli stjórnarbyltingu.
Að hann hafi haft í þjónustu sinni sextán hershöfðingja, og
iólf þeirra hafi stýrt herjum hans.
Að hann drotnaði í suðri, en beið ósigur í norðri.
Og að lokum hafi hann eftir tólf ára ríkisstjórn, er hófst
með komu hans frá austri, vikið brott og horfið í vestur-
höfunum.
Nú er eftir að fá vissu um, hvort þessi ýmsu einstöku at-
riði eiga rót sína að rekja til sólarinnar, og vér vonum, að
sérhver lesandi þessarar rannsóknar muni að lokum sann-
færast um, að svo sé.
1. í fyrsta lagi vita allir, að sólin er kölluð Apollo af skáld-
unum. Nú, mismunurinn á Apollo og Napoleon er ekki sér-
lega mikill og hann verður jafnvel miklu minni, ef vér lítum
á þýðingu og uppruna nafna þessara. Það er vafalaust, að
orðið Apollo þýðir tortímir, og það virðist sem Grikkir hafi
gefið sólunni þetta nafn vegna þess tjóns, sem hún olli þeim,
er þeir sátu um Trójuborg, þar sem nokkur hluti liðs þeirra
fórst af afarmiklum hitum og drepsótt þeirri, er af því leiddi
um þær mundir, er Agamemnon beitti ofbeldi við Chryses,
prest sólguðsins, sem vér lesum um í upphafi Ilíonskviðu.
Hið ágæta ímyndunarafl grísku skáldanna breytti geislum ljós-
hnattarins í skínandi örvar, er skotið var í allar áttir af hinum
reiða guði, er brátt mundi hafa tortímt öllu, er lífsanda dreg-
ur, ef reiði hans hefði ekki verið sefuð með því að Iáta
lausa Chryseis dóttur Chrysesar, fórnarprestsins.
Þetta er þá að líkindum ástæðan til þess, að sólin var köll'
uð Apollo. En hver sem orsökin hefur verið eða atvikin að
því, að ljóshnetti þessum var gefið slíkt nafn, þá er það víst,
að nafnið þýðir tortímir.