Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 18
322
KÓRVILLAN
EIMREIÐIN
einkum þar sem það er skeytt við Napoleon, sem sjálfur er
sólin, svo sem þegar hefur verið sýnt fram á.
2. Eftir því sem segir í grísku goðafræðinni var Apollo
fæddur á eyju í Miðjarðarhafinu (Delos-ey). Þessvegna hafa
munnmælin gert eyju í Miðjarðarhafinu að fæðingarstað
Napoleons, og Korsíka hefur verið valin vegna þess, að af-
staða hennar við Frakkland, þar sem hann var látinn ríkja,
kemur bezt heim við afstöðu Grikklands og Delos-eyjar, þar
sem hin helztu hof og véfréttir Apollos voru.
Pausanias kallar reyndar Apollo egipzkan guð. En það er
alls ekki sjálfsagt, að egipzkur guð hljóti að vera fæddur í
Egiptalandi. Það er nóg, að hann sé tignaður þar sem guð,
og það er þetta, sem Pausanias hefur meint. Hann ætlaði að
fræða oss um, að Egiptar tilbæðu Apollo, og þetta sannár
ennfremur sambandið milli Napoleons og sólarinnar, því að
það er sagt, að í Egiptalandi hafi menn trúað því, að Napol-
eon væri búinn yfirnáttúrlegum eiginleikum, að hann hafi
verið skoðaður sem vinur Mahómets og hann hafi verið
tignaður og jafnvel tilbeðinn sem goðborin persóna.
3. Það er sagt, að móðir hans hafi heitið Letitia. En með
orðinu Letitia (eða »gleði«) meintu menn aftureldinguna, sem
með hinni fyrstu daufu birtu fyllir alla náttúruna gleði. Það
er aftureldingin, segja skáldin, sem kemur fram með sólina
og opnar upp á gátt fyrir henni hin gullnu hlið austursins,
með sínum rósfögru fingrum.
Ennfremur er það eftirtektarvert, að í grísku goðafræðinni
er móðir Apollos kölluð Leto (zt»;ra)). En eins og Rómverjar
breyttu Leto í Latona, hafa menn á vorri öld kosið að breyta
því í Letitia, af því að lætitia er nafnorð sem leitt er af lætor
(úrelt mynd læto), er þýðir »að fylla gleði«.
Þessi Letitia tilheyrir því áreiðanlega, ekki síður en sonur
hennar, grísku goðafræðinni.
4. Eftir munnmælunum átti þessi sonur Letitiu þrjár systur,
og það getur enginn vafi leikið á, að þessar þrjár systur eru
þokkagyðjurnar þrjár, sem með stallsystrum sínum, menta-
gyðjunum, prýddu hirð Apollos bróður síns.
5. Þessi Apollo hinna síðari alda er sagður að hafa átt
fjóra bræður. Svo sem vér skulum sýna fram á, eru nú þessir