Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 19

Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 19
eimreiðin KÓRVILLAN 323 fjórir bræður hinar fjórar árstíðir. Vér skulum nú til að byrja með ekki furða oss á því, þótt vér sjáum, að árstíðunum sé fremur gefið karlagerfi heldur en kvenna. Það ætti jafnvel ekki að virðast nein nýbreytni, þar sem í Frakklandi einungis ein af árstíðunum fjórum, það er haustið, er kvenkyns, og jafnvel um það eru málfræðingar vorir ósammála. En í latínu er autumnus ekki fremur kvenkyns heldur en hinar þrjár árstíðirnar, svo að ekki er það til fyrirstöðu. Fjórir bræður Napoleons geta mjög vel táknað allar fjórar árstíðirnar, og það, sem hjer fer á eftir, sannar, að því sé í raun og veru þannig varið. Af þessum fjórum bræðrum Napoleons er oss sagt, að þrír hafi verið konungar. Þessir þrír konungar eru Vorið, sem ríkir yfir blómunum, Sumarið, sem ríkir yfir uppskerunni, og Haustið, sem ríkir yfir ávöxtunum. Svo sem þessar þrjár árs- tíðir eiga öll sín miklu áhrif sólunni að þakka, þannig er oss sagt, að þessir þrír bræður Napoleons hafi tekið við konung- dómi sínum úr hendi hans og einungis ríkt í skjóli veldis hans. Og þegar nú því er við bætt, að einn af bræðrum Napoleons var ekki konungur, þá er það vegna þess, að ein af árstíðunum — Veturinn, ríkir yfir engu. En ef menn nú vildu bera það fyrir sig, til þess að ónýta samlíkingu vora, að veturinn væri þó ekki valdalaus, og ef menn vildu eigna honum hin hörmulegu yfirráð frostanna og snjóanna, er sveipa land vort hvítum hjúp á þessari dapurlegu árstíð, þá skal ekki standa á svari frá oss: Þessi völd, mundum vér segja, er ein- mitt það, sem sýna á með hinni fánýtu og hlægilegu furstatign, sem þessi bróðir Napoleons er sagður að hafa hlotið eftir að öll ætt hans var oltin frá völdum. Þessi furstatign hefur verið kend við þorpið Canino öðrum fremur vegna þess, að Canino er leitt af cani, sem táknar hin hvítu hár hinnar köldu, döpru ellli, og þau minna á veturinn, því að fyrir augum skáldsins eru skógarnir, sem skreyta hlíðar vorar, hárlokkar, og þegar veturinn þekur þá með hrími sínu, er það hin hvítu hár hinnar þverrandi náttúru á gamalsaldri ársins. Cum gelidus crescit canis in montibus humor. Þannig er hinn svokallaði fursti af Canino ekkert annað en persónugerfi vetrarins. Veturinn byrjar þegar þrjár góðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.