Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Page 22

Eimreiðin - 01.10.1927, Page 22
326 KÓRVILLAN eimreiðin ingar, að sólin kemur upp í austri og gengur undir í vestri, svo sem allir vita. En fyrir sjónum þeirra, sem búa á útnesj- um landanna, virðist sólin rísa upp úr austurhafinu á morgn- ana og sökkva í vesturhafið á kvöldin. Og þannig er það enn- fremur, er skáldin lýsa upprás og niðurgöngu sólarinnar. Þetta er nú alt og sumt, sem meint er með því, að Na- poleon hafi komið frá austri (Egiptalandi) og ríkt yfir Frakk- landi, en að hann hafi horfið aftur í vesturhöfin eftir tólf ára ríkisstjórn. Þessi tólf ár eru ekkert annað en hinar tólf stundir dagsins, þegar sólin er yfir sjóndeildarhringnum. »Hann ríkti ekki nerna einn dag« segir höfundur Les Nouvelles Messéniennes, er hann talar um Napoleon, og lýs- ing hans á upprás hans, hnignun og falli sýnir, að þetta indæla skáld hefur alveg eins og vér ekki skoðað Napoleon sem annað en ímynd sólarinnar. Og í sannleika er hann heldur ekkert annað en það. Nafn hans sannar það, nafn móður hans sannar það, hinar þrjár systur hans, hinir fjórir bræður hans, hinar tvær konur hans, sonur hans, hershöfð- ingjar hans, afrek hans — alt sannar það. Það sannar enn- fremur fæðingarstaður hans, staðirnir, sem hann er sagður að hafa komið frá, er hann hófst til valda, tíminn, er hann ríkti, löndin sem hann ríkti í og þau, er hann beið ósigur í, og sá staður, þar sem hann að síðustu hvarf, fölnaður og niðurlægður eftir hina glæsilegu göngu sína — svo að vér tökum oss í munn orð skáldsins Casimir Delavigne. Það hefur nú þannig verið sannað, að þessi hetja vorrar aldar, er menn hafa hugsað sjer, er ekkert annað en ímynduð vera, sem fengið hefur einkenni sín frá sólunni. Þar af leiðir, að Napoleon Bonaparte, sem svo mikið hefur verið rætt og ritað um, hefur aldrei nokkurntíma verið til. Og þessi villa, sem svo margir hafa gert sig seka í, stafar at þeirri hlægilegu flónsku að skoða goðsagnir nítjándu aldarinnar sögulegan sannleika. Vér hefðum ennfremur til stuðnings skoðun vorri getað bent á fjölda konunglegra tilskipana, þar sem dagsetningin, sem ómótmælanlega er rétt, kemur auðsjáanlega í bága við ríkisstjórn þessa ímyndaða Napoleons, en vér höfum haft gildar ástæður til að sleppa því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.