Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 24
328 RÍKISSKULDIR ÍSLANDS EIMREIÐIN flota? Það er ekki ólíklegt, að ríkisskuldirnar væru þá ærið mikið hærri en þær eru. Vissulega megum vér hrósa happi yfir því, að vér höfum aldrei lagt út á þá hálu braut að koma hér upp her og flota, heldur lýst yfir ævarandi hlut- leysi í ófriði. En meðal annars af þeirri ástæðu ætti oss að vera það vorkunnarminna en öðrum þjóðum að reka þjóðar- búskapinn skuldlítið eða skuldlaust. Eins og nú er ástatt eru þó ríkisskuldir Islands við útlönd hlutfallslega meiri en sumra þeirra ríkja, sem verja verða árlega mörgum tugum miljóna til hermála. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem birtist í júlíhefti Hagtíðind- anna 1927, námu fastar og lausar skuldir íslenzka ríkisins, bæjarfélaga og einstakra manna og fyrirlækja í landinu, við útlönd 31. dezember 1926 fjörutíu og fjórum miljónum, níu hundruð sjötíu og fjórum þúsundum íslenzkra króna. Ekki er þessi upphæð nákvæm, og telur hagstofan, að hún muni vera of lág. Með því að skifta upphæðinni jafnt niður á alla Iands- menn koma um kr. 450,00 á hvert mannsbarn í landinu. En auðvitað er ekki nema nokkur hluti af þessu fé ríkisskuldir. I því eru einnig faldar skuldir banka, kaupmanna, kaupfélaga, útgerðarmanna og bæjarfélaga við útlönd. Ríkið eða þegnarnir bera ekki ábyrgð á öðru en opinberu skuldunum — ekki beinlínis. En að vísu koma afleiðingarnar niður á þjóðinni í heild, geti einstaklingarnir ekki staðið í skilum við hina er- lendu lánardrottna. Þær koma fram í því, að traustið á land- inu og þjóðinni rýrnar. Hún fær orð á sig erlendis fyrir óreiðu í fjármálum, og lánstraustið hverfur. Vér skulum hér ekki gera ráð fyrir neinu slíku, enda er það vonandi ástæðulaust. En hverjar eru þá sjálfar ríkisskuldirnar? Með ríkisskuldum eig- um vér þá aðeins við lán ríkissjóðs, en sleppum öllum lánum bæjarfélaga, einstakra manna og fyrirtækja, jafnvel þótt ríkið sé í ábyrgð fyrir sumum slíkum lánum bæjarfélaga og fyrir- tækja við útlönd, og beri því skylda til að greiða þau, ef illa fer. Það er því öðru nær en öll þessi síðarnefndu lán séu ríkinu óviðkomandi, þótt þeirra sé ekki nánar getið hér. Til þess að komast að raun um, hverjar ríkisskuldirnar sjálfar séu, leitum vér í þá heimildina sem vafalaust er áreið- anlegust, en það er Landsreikningurinn 1925. Hann hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.