Eimreiðin - 01.10.1927, Page 25
EIMREIÐIN
RÍKISSKULDIR ÍSLANDS
329
verið endurskoðaður af hinum þingkosnu endurskoðendum og
samþyktur af alþingi 1927 sem réttur. Samkvæmt honum eru
ríkisskuldir íslands 31. dez. 1925 kr. 11.832.141,37. Eftir því
sem bezt verður séð af reikningnum eru kr. 3.768.257,46 af
skuld þessari fólgnar í innlendum lánum ríkisins, en kr. 8.063.
883,91 eru skuldir við útlönd (við England kr. 2.676.896,00
og við Dani kr. 5.386.987,91). Sama ár greiðir ríkið í vexti
af lánum yfir eina miljón króna eða um sextánda hlutann af
öllum tekjum ríkisins það ár. Ef skuldum íslenzka ríkisins við
útlönd 31. dez. 1925 er deilt jafnt niður á landsmenn, koma
rúmar 80 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Til samanburðar
er fróðlegt að athuga ríkisskuldir Svíþjóðar við útlönd. 31.
dez. 1925 námu þær kr. 339.100.000,00. Svíþjóð er land með
meira en sex miljónir íbúa. Þar koma því ekki nema nál. 57
kr. á hvert mannsbarn, ef þessum 339 miljónum og 100 þús-
undum króna er deilt niður á landsmenn. Sum ríki skulda út-
löndum alls ekki neitt. Svo er um Bandaríkin í Norður-Ame-
ríku og Svissland. Svissneska ríkið skuldaði allmikið fé í
Ameríku, en í árslok 1925 hafði það innleyst þessa skuld með
því að taka ný innlend Ián, og breytti þannig öllum ríkisskuld-
unum í innanlandsskuldir. Líkt hafa Hollendingar farið að.
Árið 1922 tóku þeir 150 miljónir flórínur að láni erlendis, og árið
1924 tóku þeir aftur lán erlendis, sem nam 40 miljónum doll-
ara. En báðum þessum stórlánum hafa þeir nú að mestu breytt
í innlend lán, svo að skuldir hollenzka ríkisins við útlönd eru
nú því sem næst engar. Vfirleitt virðist stefnan sú, að ríkis-
skuldirnar séu sem mest innlendar, en ekki við útlönd. I flest-
um ríkjum Evrópu eru innlendu skuldirnar mun meiri en
skuldirnar við útlönd. Undantekning er Finnland. Ríkisskuldir
Finnlands voru 31. dez. 1925: 2.475.300.000 finsk mörk, sem
skiffust þannig niður: Skuldir við útlönd: 1.714.000.000 mörk;
innlendar skuldir: 761.300.000 mörk. Önnur undanteking er
ísland, og þar er munurinn mjög líkur og hjá Finnum. Skuld-
ir Finnlands við útlönd eru rúmlega 21/5 sinnum meiri en
innanlandsskuldirnar, en íslenzka ríkið skuldar útlendingum
rúmlega 2Vio sinnum meira en innlendum lánardrottnum.
Samkvæmt því, sem að framan er sagt, eru skuldir íslands
erlendis hlutfnllslega meiri en sumra annara ríkja, sem marg-