Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 31

Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 31
EIMREIÐIN NORÐURL]ÓS 335 risu fleiri lýsandi bylgjur, sem svifu hraðfara í ýmsar áttir. Skömmu síðar varð hreyfing þeirra hægari, og björt ljósþykni myndaðist í norðvesturátt um 10—14 bogastig frá Norðurstjörn- unni. Síðan greiddist hún í sundur um miðbikið, og varð af lýsandi baugur, sem sendi geislatungur í allar áttir, svipaðar helgibjarma þeim, er stundum gefur að líta um ásjónur dýr- linganna, á gömlum tréskurðarmyndum — svo kyrrar voru geislatungur þessar. Eg mintist þess að hafa séð eitthvað svipað, sem átti að vera norðurljós, í gamalli danskri mynda- bók; en þá fanst mér það hlægilegt, því að ég trúði því ekki, að þau litu nokkru sinni þannig út í raun og veru. Þessi sýn varaði og aðeins skamma stund. Brátt myndaðist hin algenga flögrandi bylgjuhreyfing. Ljósblikið breiddist skyndilega út eins og kveikt væri á eldfimri lofttegund, og mest alt norður- loftið varð sem í björtu báli. — Oft hef ég séð magnaðri norðurljós, en fegurri minnist ég þeirra varla. Hinar síkviku bylgjur í öllum litbrigðum græna, eldgula og rauða ljóssins geystust. um himininn á alla vegu. Aðalhreyfingin kvíslaðist þó út frá þeim stað, þar sem ég fyrst sá hringinn, og virtist mér móta ofurlítið fyrir honum innan um allar þessar hvíldar- lausu hreyfingar. En af því að samferðamenn mínir gátu ekki fallist á það, þótt ég vekti athygli þeirra, skal ég ekki fullyrða það. Má vera að ímyndunin hafi leitt mig í gönur. Að hálf- tíma liðnum tók þessi loftsýn að förlast, litskrautið fölnaði, hreyfingarnar urðu hægari, og skinið varð dauft með köflum eða hvarf með öllu. I þann mund var og máninn kominn hærra á loft og skin hans skærara, svo að norðurljósanna gætti síður. Alla nóttina sáust þau þó öðrum þræði. Loks slokknuðu þau fyrir dagsbirtunni. En ekki skal ég fortaka, að þau hafi ekki einnig verið á loftinu eftir þann tíma sem ljós- bleik og þunn ský; var mér nær að halda það. Annars er vert að geta þess, að næsta kvöld breyttist veðrið snögglega. Vindurinn hljóp í norðvestur, fyrst með hellirigningu og síðan með kulda og fjúki. Hélst sú veðrátta með fáum upprofum í margar vikur og breytti þannig sviplega sumri í vetur fyrir öllum íbúum Norðurlands«. Þessi lýsing Jónasar á auðsjáanlega við það gervi norður- ljósa, sem nefnd hefur verið norðljósahjálmur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.