Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Page 39

Eimreiðin - 01.10.1927, Page 39
EIMREIDIN NORÐURLJÓS 343 á leið sína og vindast aftur frá jörðu og út í geiminn. Aðeins nokkur hluti þeirra fer í stóran sveig um jörðuna og lýstur niður í lofthjúpinn þeim megin er veit frá sólinni. Til þess að hægara væri að átta sig á þessu gerði Störmer eftirlíkingar af brautunum, eins og þær höfðu verið reiknaðar. Notaði hann til þess beygjanlegan málmþráð, undinn hvítu silki, og studdi undir með dökkleitum stálteinum. Sýnir þriðja myndin eina slíka eftirlíkingu. Reikningurinn sýndi. að engar rafmagnseindir frá sólunni geta hæft jörðu við sjálf segulskautin og heldur ekki utan vissrar fjar- lægðar frá þeim. Stendur þetta heima við tilraun Birkelands og gefur einnig glögga hugmynd um norðljósabelti jarðarinnar. Allfjarri jörðu verkar segulmagn hennar eins og það kæmi frá einum segulstaf, er gengi í gegnum miðdepil hnattarins og skæri yfirborðið á nyrðri hálfunni í Norðvestur-Grænlandi. Er þar fundin skýring á því, að sá staður er miðdepill í norð- ljósabeltinu, en ekki sjálft segulskautið. Eitt er það, sem hvorki tilraun Birkelands né reikningslist Störmers gaf skýringu á. En það er, að norðljósabeltið er í raun og veru víðara eða fjær segulásnum heldur en búast mætti við. Þetta hefur Störmer skýrt á þann veg, að utan um jörðuna myndist baugur af katóðugeislum, sem ekki verður sýnilegur vegna þess, að hann er fyrir utan allan lofthjúp jarðar. En þessi baugur mundi hafa segulmagnsáhrif, sem truflaði segul- svið jarðarinnar og »togaði« norðurljósin fjær segulásnum. Venjulega gætir áhrifa baugsins lítið; en ef sólin sendir frá sér óvenjulega mikið af rafmagnseindum, verður hann mátt- ugri en ella. Þá dregst norðurljósið venju fremur Iangt suð- ur á bóginn, og þá verða um leið segulstormar á jörðunni. — í baugnum eru rafmagnseindir á sífeldri ferð og flugi, koma og hverfa eftir skamma dvöl, en nýjar berast í staðinn. Rannsóknir Störmers á geislabrautunum hafa einnig leitt í ljós, hvernig norðurljósin fá hin ýmsu gervi, er nefnd voru hér að framan. Hver geislatunga í norðurljósinu er mynduð af syrpu rafmagnsagna, sem vindast eftir segullínunum inn í lofíhjúp jarðarinnar. Þar rekast þær á sameindir loftsins og tendra ljósbjarma. — Ef geislatungurnar þyrpast saman á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.