Eimreiðin - 01.10.1927, Qupperneq 40
344
NORÐURLJÓS
eimreiðin
háloftinu, sýnist oss sem þær hverfi að einum depli, enda
þótt þær í raun og veru séu samhliða. Þær mynda norðljósa-
hjálm. Faldar myndast með því móti, að geislasyrpa frá sól-
unni, sem lýstur niður í lofthjúpinn, breiðist út á tvær hendur,
unz hún er orðin að þunnu bandi yfir þveran himinn frá
austri til vesturs. En þetta getur aðeins átt sér stað við sér-
staka afstöðu jarðar og sólar, enda eru faldarnir kvikir mjög
og hverfulir.
Það er einkenni manna, að því fleira sem þeir vita því
forvitnari verða þeir. — Enda þótt Birkeland og Störmer hafi
mikið glætt skilning vorn á tilkomu norðurljósa eru samt
margir þeir hlutir ótaldir, sem oss fýsir að vita skil á.
Hvernig stendur á því, að smáagnir, hlaðnar rafmagni, skuli
tendra norðurljós, þegar þeim lýstur niður í lofthjúpinn? Og
hvaða efni er það í loftinu, sem gerist lýsandi, og hvernig er
það á sig komið? Þessi atriði hefur prófessor Vegard eink-
um tekið sér fyrir hendur að rannsaka.
Andrúmsloft vort er aðallega samsett af súrefni og kæfi-
efni. Þegar hærra dregur minka þessar þyngri lofttegundir
brátt, og má ætla að aðrar léttari verði meir áberandi, eink-
um vetni og helíum. Vér vitum, að þegar í 7 km. hæð er
súrefnið í loftinu orðið svo lítið, að flugmenn, sem hærra fara
(alt að því 12 km.), verða að hafa með sér súrefni á flöskum,
til þess að geta andað. En hvernig ættum vér að fá fulla
vissu um efni lofthjúpsins í 100 km. hæð eða meira? Helsta
ráðið til þess er að rannsaka litróf norðurljósanna. Þau eru
oss því nær ein til frásagna um það, sem fyrir er svo langt
ofar jörðu.
I litrófi norðurljóssins ber mest á einni gulgrænni línu, en
auk þess má og sjá nokkrar aðrar svo daufar og hverfular,
að erfitt er að mæla bylgjulengd þeirra. Margar tilraunir
höfðu verið gerðar til að ákveða línurnar, en niðurstöðurnar
voru bæði sundurleitar og lítt ábyggilegar. Ekki virtust þær
heldur samsvara litrófslínum af nokkru efni því, er menn
þekkja. Hefur þess því verið getið til af Alfred Wegener,
að »norðljósalínan« stafaði frá mjög léttri og óþektri loft-
tegund yzt í lofthjúpi jarðarinnar; nefndi Wegener hana
geókóróníum. En nú ætla flestir þetta heilaspuna.