Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Side 41

Eimreiðin - 01.10.1927, Side 41
EIMREIÐIN NORÐURLJÓS 345 Vegard tók nú að rannsaka nánar litróf norðurljóssins og að mæla bylgjulengdir línanna. Með því að setja ljósríka litsjá í samband við Ijósmynda- tæki tókst honum að fá Ijósmynd af litrófi norðurljóssins. Á myndinni komu fram, auk grænu höfuðlínunnar, 6 aðar línur bláar og fjólubláar. Mátti ákveða bylgjulengdir þeirra svo nákvæmlega, að enginn vafi var á, að þær stöfuðu frá kæfi- efni. Hinsvegar komu engar vetnis- né helíumlínur fram, eins og alment var búist við. Vegard gat mælt bylgjulengd höfuð- Iínunnar með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyr, en ekki samsvaraði hún nokkurri annari línu í litrófinu, sem menn vissu um. Til þess að rannsaka litrófið ennþá nánar lét Vegard gera nýjar og stærri litsjár. Með þeim tókst honum að fá allgreini- lega mynd af öllu litrófi norðurljóssins. Meðal annars komu fram um 30 bláar og fjólubláar línur, er við nánari rannsókn virtust stafa frá kæfiefni með mjög lágu hitastigi. Engin merki fundust um línur frá vetni eða helíum. Ekki gat höfuð- línan heldur stafað frá þeim lofttegundum. Þóttist Vegard nú geta fullyrt, að þær séu ekki til yzt í lofthjúpnum, heldur sé kæfiefni þar yfirgnæfandi eins og í andrúmsloftinu. Nú er það lítt hugsanlegt, að svo þung lofttegund geti verið svo hátt yfir jörðu, þar sem loftþrýstingin hlýtur að vera sama sem engin. En hugsanlegt er, að sameindir kæfiefnisins séu hlaðnar rafmagni og haldist svífandi af rafmagnsorku. Vms einkenni á litrófi norðurljóssins, sem Vegard tók eftir, komu loks þeirri hugmynd inn hjá honum, að höfuðlínan og nokkrar aðrar rauðar og grænar línur í litrófi norðurljóssins stöfuðu frá frosnu kæfiefni, sem katóðugeislarnir rækjust á. Kæfiefni verður fljótandi við -5-196 stig og storknar við 213 stiga frost. — Fýsti Vegard nú að sannreyna hugmynd sína með því að sjá hvað verða vildi, ef katóðugeislum væri skotið á storkið kæfiefni. En heima fyrir voru engin tök á að gera slíka tilraun. Leitaði hann þá til háskólans í Leyden í Hollandi, og þar var fyrsta tilraunin gerð 1923. Til þess að frysta kæfiefnið var notað fljótandi vetni (-5- 253 stig), sem leitt var gegnum eirpípu til að kæla hana; síðan var kæfiefni látið leika um pípuna, og myndaðist þá um hana þunn himna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.