Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
NORÐURLJÓS
345
Vegard tók nú að rannsaka nánar litróf norðurljóssins og
að mæla bylgjulengdir línanna.
Með því að setja ljósríka litsjá í samband við Ijósmynda-
tæki tókst honum að fá Ijósmynd af litrófi norðurljóssins. Á
myndinni komu fram, auk grænu höfuðlínunnar, 6 aðar línur
bláar og fjólubláar. Mátti ákveða bylgjulengdir þeirra svo
nákvæmlega, að enginn vafi var á, að þær stöfuðu frá kæfi-
efni. Hinsvegar komu engar vetnis- né helíumlínur fram, eins
og alment var búist við. Vegard gat mælt bylgjulengd höfuð-
Iínunnar með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyr, en ekki
samsvaraði hún nokkurri annari línu í litrófinu, sem menn
vissu um.
Til þess að rannsaka litrófið ennþá nánar lét Vegard gera
nýjar og stærri litsjár. Með þeim tókst honum að fá allgreini-
lega mynd af öllu litrófi norðurljóssins. Meðal annars komu
fram um 30 bláar og fjólubláar línur, er við nánari rannsókn
virtust stafa frá kæfiefni með mjög lágu hitastigi. Engin
merki fundust um línur frá vetni eða helíum. Ekki gat höfuð-
línan heldur stafað frá þeim lofttegundum. Þóttist Vegard nú
geta fullyrt, að þær séu ekki til yzt í lofthjúpnum, heldur sé
kæfiefni þar yfirgnæfandi eins og í andrúmsloftinu. Nú er
það lítt hugsanlegt, að svo þung lofttegund geti verið svo hátt
yfir jörðu, þar sem loftþrýstingin hlýtur að vera sama sem
engin. En hugsanlegt er, að sameindir kæfiefnisins séu hlaðnar
rafmagni og haldist svífandi af rafmagnsorku.
Vms einkenni á litrófi norðurljóssins, sem Vegard tók eftir,
komu loks þeirri hugmynd inn hjá honum, að höfuðlínan og
nokkrar aðrar rauðar og grænar línur í litrófi norðurljóssins
stöfuðu frá frosnu kæfiefni, sem katóðugeislarnir rækjust á.
Kæfiefni verður fljótandi við -5-196 stig og storknar við
213 stiga frost. — Fýsti Vegard nú að sannreyna hugmynd
sína með því að sjá hvað verða vildi, ef katóðugeislum væri
skotið á storkið kæfiefni. En heima fyrir voru engin tök á
að gera slíka tilraun. Leitaði hann þá til háskólans í Leyden
í Hollandi, og þar var fyrsta tilraunin gerð 1923. Til þess að
frysta kæfiefnið var notað fljótandi vetni (-5- 253 stig), sem
leitt var gegnum eirpípu til að kæla hana; síðan var kæfiefni
látið leika um pípuna, og myndaðist þá um hana þunn himna