Eimreiðin - 01.10.1927, Side 44
EIMREIÐIN
Skriftamál á nýársnótt.
Smásaga eftir
fiermann Sudermann.
[Hermann Sudermann er eitthvert bezta skáld Þjóðverja, sem nú er
uppi. Hann er fæddur 1857, stundaði sögu- og tungumálanám við há-
skólana í Königsberg og Berlín, en byrjaði einnig snemma að fást við
ritstörf. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna, sem hafa náð afarmikilli út-
breiðslu og vinsældum. Hann hefur einnig samið mörg leikrit, sem mikið
þykir til koma. Eftirfarandi smásaga er þýdd úr sögusafni eftir hann, sem
nefnist „Im Zwielicht". Sudermann varð sjötugur 30. september síðastliðinn,
og var honum þá margskonar sómi sýndur af dáendum sínum, en þá á hann
fjölmarga, ekki að eins í Þýzkalandi heldur og víðsvegar um allan heim].
Ég þakka guði, kæra frú, fyrir að mega nú aftur sitja við
hlið yðar, svo við getum rabbað saman í næði. Umstang
helgidaganna er loksins úti, og nú megið þér vera að því
aftur að sinna mér ofurlítið.
O, þessi jólavika! Ég held að einhver illur andi hafi fundið
upp á henni til þess að skaprauna okkur piparsveinunum,
leiða okkur einstæðingunum sem skýrast fyrir sjónir alla auðn-
ina í lífi sjálfra okkar. Oðrum er þessi tími gleðitími, okkur
er hann til kvalar. Auðvitað erum við ekki allir einstæðingar,
því okkar er einnig gleðin sú að gera aðra glaða, en það er
sú gleði ein, sem setur hátíðabrag á alla tyllidaga. Þó er sú
gleði, sem veitist við það að taka þátt í annara gleði, blandin
beiskju í hugum okkar, og þessari önuglyndis-þrá, sem ég vil
kalla »giftingarþrá«, gagnstætt orðinu heimþrá.
Þér spyrjið hvers vegna ég hafi ekki komið og úthelt
hjarta mínu. Þér spyrjið af meðáumkvun, þér sem eruð jafn
örar á alúðina og aðrar konur á dutlunga. Málið hefur sínar
orsakir. Munið þér ekki eftir því, sem Speidel segir í sinni óvið-
jafnanlegu bók »Einmana spörfuglar«? Þér senduð mér hana
á þriðja í jólum, vissuð hvernig sálarástandi mínu var varið.
»Sá sem er piparsveinn að upplagi æskir ekki meðaumkv-
unar, hann vill fá að njóta ólundar sinnar í næði«, segir
Speidel.