Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 46
350
SKRIFTAMÁL Á NÝÁRSNÓTT
EIMREIDIN
og því, hvernig hann hniklar brýrnar. Hann húkir hreyfingar-
laus í ruggustólnum og heldur báðum höndum um stólbrúð-
urnar eins og þær væru hækjur. Engin hræring er sýnileg á
honum nema hvað kjálkarnir ganga í sífellu, eins og hann sé
að jóðla á einhverju. I legubekk við hlið honum situr hinn
öldungurinn, hár og magur, með óreglulega lagað en gáfu-
legt höfuð á herðamjóum bol. Ennið er hátt og hvelft. Hann
reykir úr langri pípu, en það sýnist alveg vera að deyja í
henni. I snoðrökuðu andliti hans, sem er afarhrukkótt og
skorpið í umgerð snjóhvítra hárlokkanna, vottar fyrir þessu
hlýja og viðfeldna öldungsbrosi, sem er einkenni þolgæðis og
sálarfriðar í ellinni.
Báðir þögðu. Hið eina, sem rauf dauðakyrðina í herberg-
inu, var létt suðið í brennandi olíunni á lampanum, sem bland-
aðist saman við örveikí eimhljóðið úr tóbakssafanum í píp-
unni. Klukkan á veggnum í rökkrinu að baki þeim sló harka-
lega ellefu.
»Nú er tíminn kominn, er hún var vön að búa til púnsið
handa okkur«, sagði maðurinn með háa ennið. Röddin var
veik og titraði lítið eitt.
»]á, nú er tíminn kominn*, endurtók hinn. Rödd hans var
hörkuleg. Það var eins og enn leyndist í henni eitthvað af
gnýnum í skipunarorðum foringjans.
»Aldrei datt mér í hug, að svona ömurlegt yrði, þegar hún
væri farin«, hélt hinn áfram.
Húsbóndinn kinkaði kolli, en kjálkarnir gengu í sífellu eins
og áður.
»Hún bruggaði nýárspúnsið handa okkur fjörutíu og fjór-
um sinnum«, hóf hinn máls að nýju.
»Já, svo langt er nú síðan að við fluttumst til Berlínar.
Þú varst strax tíður gestur hjá okkur«.
»1 fyrra um þetta leyti vorum við hér öll saman, glöð og
ánægð«, hélt vinur hans áfram. »Hún sat þarna í hæginda-
stólnum og prjónaði sokka handa elzta barni Páls, og keptist
við, því hún sagðist verða að ljúka þeim fyrir klukkan tólf.
Og það gerði hún líka. Svo drukkum við púnsið okkar og
ræddum í makindum um dauðann. En tveim mánuðum síðar
var hún borin til grafar. Eins og þú veizt, hef ég skrifað