Eimreiðin - 01.10.1927, Side 48
352
SKRIFTAMÁL Á NÝÁRSNÓTT
EIMREIÐIN
uðsmannsstöðu við herinn hér í Berlín, og ég var háskóla-
kennari. Þú varst nokkuð léttúðugur þá, það veiztu bezt
sjálfur*.
»Hm«, tautaði húsráðandi og sneri með skjálfandi hendi
upp á yfirskeggið.
»Þú varst þá kunnugur fallegri leikkonu. Hún hafði kol-
svört augu og mjallhvítar tennur. — Manstu eftir henni?
»Hvort ég man? Bianca hét hún«, svaraði hinn, og um
leið brá fyrir daufu brosi í veðurbitnum, munaðslegum svip
hans. Hún gat bitið og það illa með litlu hvítu tönnunum
sínum, svo mikið get ég sagt þér!«
»Þú drógst konu þína á tálar, og hana grunaði það. En
hún sagði ekkert og bar þetta með þögninni. Hún var fyrsta
konan, sem ég kyntist eftir að ég misti móður mína. Hún
kom inn í líf mitt eins og ljómandi stjarna, og ég leit líka
upp til hennar í tilbeiðslu, eins og væri hún ein af stjörnum
himinsins. Eg gerðist svo djarfur að spyrja hana um harma
hennar. Hún brosti og sagði, að hún væri ekki orðin fullfrísk
enn — þú manst að það var skömmu eftir að Páll ykkar
fæddist. Svo kom gamlárskvöldið — gamlárskvöldið fyrir fjöru-
tíu og þrem árum. Eg mætti hjá ykkur klukkan átta, eins og
ég var vanur. Hún sat og saumaði, og ég las fyrir hana
meðan við biðum eftir þér. Ein stundin leið af annari, og þú
komst ekki. Eg sá hvað hún var að verða óróleg. Hún titraði,
og ég titraði einnig. Eg vissi hvar þú varst, og óttaðist að þú
mundir gleyma tólftu stundinni, sem nú nálgaðist óðum, að
þú mundir gleyma nýársnóttinni í örmum þessarar leikkonu.
Hún hafði hætt við vinnu sína. Ég var hættur að lesa. Hræði-
leg þögnin heltók okkur. Þá sá ég tár glitra undir öðru
augnaloki hennar og falla hægt niður á saumana í kjöltu
hsnnar. Eg sprátt á fætur og ætlaði að rjúka út til þess að
sækja þig. Mér fanst ég geta dregið þig með valdi burt frá
konunni, sem þú varst hjá. En í sama bili stóð hún einnis
upp úr sæti sínu, sama sætinu og ég sit í nú«.
»Hvert ætlið þér?« hrópaði hún. Ósegjanlega angist mátti
lesa úr svip hennar. »Ég ætla .að sækja Franz«, svaraði ég.
Þá hrópaði hún upp yfir sig: »í guðs bænum verið þér kyr
hjá mér að minsta kosti, — þér megið ekki yfirgefa mig líka*.