Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.10.1927, Qupperneq 64
368 BRÉF UM MERHA ÐÓK Þjer sjáið, er þjer lesið íslendingasögur, hve víxlin verða íá. Orð, er enga hugmynd hafa, skipa sjaldan hákveður. Fornmenn forðast víxlið, af því að þeir þekkja hæðir orða. En nú er ekki hlaupið að því, að koma mönnum í skilning um, að víxluð hending verðr linari en hin, sem er óvíxluð, þar sem háyrði skipa hákveður. Orð, er valda víxli, saka eigi, ef þau ná að stuðlast. Kemur það til af því, að þá er orðið hafið í hærra veldi. Er þá sem kveðandi hafi lýst á það stuðlahelgi. Nú er óstuðlað víxl orðin plága, af því að menn blanda saman talandi, hrynjandi og kveðandi, gera engan greinarmun á þessu þrennu. Er það illa farið, af því að úr því verðr »hrærigrautr«, sem erfitt er að lesa og enn þá verra að muna. Munur þessi kæmi fram, ef miðlungslesari væri látinn lesa Njálu og svo rit eftir höfund, er ritar illa og háttlaust. Hann læsi Njálu ólíkt betur, sakir þess, hve háttafar hennar er reglulegt. En í nýja ritinu er talandi og hrynjandi að togast á og veitir ýmsum betr. Lesandinn verðr að gæta sín, svo að hann fari eigi út af »laginu«. En væri nú sá, er samið hefði ritið, fenginn til þess, að lesa, þá læsi hann það betr, ef hann væri viðlíka læs. Hann breytti hjer og hvar hrynjandi í talandi. Vrði lestr hans því áheyrilegri. Þó myndi hann þurfa að hafa lestrarlag til þess, að breiða yfir ójöfnur. Rit- mál hans sjálfs myndi reynast honum ofjarl, hvað þá heldr öðrum. Þegar Njála er lesin, er sem gengið sje um Austr- stræti, en þau rit eru til, sem menn hröklast yfir, eins og þeir kóklist um apalhraun. Tilgerð. — Oft er það álitamál, hvað er tilgerð í málfari. Tízkan ræður þar miklu. Ohugsandi er það ekki, að tilgerð verði það talin, að nota forn skáldskaparorð, þegar komið er langt fram á þessa öld. Þá getr svo farið, að þýðing Magn- úsar: »Kóng Kristián stóð við mjög hátt mast«, verði talin betri en þýðing sú, er Matthías gerði; »Við siglu Kristján sjóli stóð«. Sama er að segja um orðaröð. Jeg hefi heyrt mann, er hlotið hefr mikla mentun og þykist hafa vit á skáld- skap, komast í hrifning við það, að lesa rímað baðstofuhjal, af því að það var »svo eðlilegt«. — Væri mjer leyft að leggja orð í belg, þegar rætt er um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.