Eimreiðin - 01.10.1927, Side 68
372
BRÉF UM MERKA BÓK
EIMREIÐIN
Þjer minnist hlýlega á aðstöðu mína, hve erfið hún hafi
verið. En hún hefr ekki verið eins erfið og margur hyggr.
Bæði góðir menn og atvik hafa stuðlað að því, að gera hana
betri, en hún virðist vera, þegar fljótt er á litið. Mjer er nær
að halda, að hún hafi verið áþekk aðstöðu munkanna, er
rituðu sögurnar okkar og voru með annan fótinn aftr í heiðni.
Þjer munið, hvað sagt er um Helga magra. Hann hjet á Þór
til harðræða allra. ]eg hygg, þótt jeg geti ekki sannað það,
að þeim hafi farið líkt og honum og hafi heitið á norrænan
fróðleik, er þeir þurftu að vanda sig og skrifuðu á skinnin,
sem voru dýr. Jeg hefi heitið á guðspeki »til harðræða allra«.
Eitt er víst, jeg hefði eigi ritað bókina, »Hrynjandi íslenzkrar
tungu«, ef jeg hefði eigi lesið guðspeki, síðan 1909. Vera
má, að menn, sem eru mjer margfalt fróðari og kunnugri
norrænum fræðum, hefði eigi þurft að lesa guðspeki, til þess
að skrifa slíka bók eða jafnvel miklu, miklu betri, um hrynj-
andi tungunnar. En eftir á að hyggja, — þeir hafa ekki gert
það allt til þessa, hvernig sem á því stendr. Jeg vona, að
enginn bregði mjer um raup, þótt jeg segi, að gatan verði
þeim greiðari úr þessu. Og ef svo reynist, þá mega þeir, er
leggja stund á hrynjandi tungunnar, vera þeim atvikum þakk-
látir, er fleyttu hingað guðspekifræðum.
Ekki er ólíku saman að jafna: guðspeki og reikningsspeki
Pýþagórasar. Þjer kannist við Jóhannes Kepler. Hann trúði
og treysti á speki þessa vitrings, sem kenndi mönnum »vit-
leysu«, að því er lærdómsmaðr einn meðal okkar hefir full-
yrt. En hvernig fór? Jóhannes Kepler uppgötvaði lögmál,
sem við hann eru kend og kölluð Keplerslögmál. Uppgötvun
þessa átti hann því að þakka, að hann trúði og treysti á
speki vitringsins. Vera má, að spekin hafi verið vitleysa ein,
en hún dugði Kepler, er hann hjet á hann til harðræða. En
undarlega er örlagavöldunum farið. Lærdómsmaðr sá, er segir
oss, Islendingum, að Pýþagóras hafi farið með fjarstæður,
öðrum þræði, hefr ekki uppgötvað nokkur »Keplerslögmál«,
— enn þá.
Þjer megið eigi ætla, að jeg vilji jafna þessum fróðleiks-
molum, sem jeg hefi fundið, við fræði Keplers. Slíkt væri fá-
sinna. Munurinn, sem er á »molunum« mínum og »hleifun-