Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Page 70

Eimreiðin - 01.10.1927, Page 70
374 BRÉF UM MERKA BÓK EIMREIÐIN Rhytmen der attischen Kunstprosa:1) Isokrates— Demosthenes—Platon. Leipzig 1901“. — Síðar hefur Blass ritað fleira líks efnis. En það er þessi bók og útgáfa Blass á rseðum Demosþenesar, sem ég tók til dæmis, eins og fyrra bréf mitt sýnir. — Blass tók enganveginn upp alt gríska óbundna fornmálið, eins og S. Kr. P. hefur gert við íslenzkuna, heldur að eins vissan rithöfundaflokk í þessari bók, sem ég nefndi, tvo mælsku- skörunga, sem ræður eru til eftir, og einn merkan heimspeking, sem öðrum framar er talinn ritsnillingur. En Ðlass fór lengra en nú þykir rétt — að því leyti að hann fór að leiðrétta textann hjá Demosþenesi, á mörgum stöðum, eftir því sem honum fanst að hreimurinn ætti að vera, samkvæmt þeim lögum, sem hann þóttist finna. — Hann fór alls ekki að rannsaka alla hrynjandina, né kryfja lög hennar í grísku máli yfir- leitt, eins og S. Kr. P. gerir í íslenzku, en hélt sér við þá höfunda, sem hann þóttist geta sannað, að hefðu viljandi beitt ákveðnum samböndum bragliða í óbundnu máli, líkt — en þó nokkuð öðruvísi — og skáld gera í bundnu. Um hendingaskil, hendingalengd o. s. frv. gefur hann því hvergi í þessari bók, né annarsstaðar, þar ég viti til, ákveðnar reglur. Viðvíkjandi „kveðum“, sem S. Kr. P. kallar, þá er enginn vafi á því, að Blass telur í grísku að meira en þríliður geti rúmast þar, því á því máli eru þesskonar kveður algengar, líka í latínu; það eru þeir brag- liðir, sem á grísku og latínu eru kallaðir paeones (á íslenzku mætti kalla það höggiiði). Algengur er paeon primus — —' eitt langt og þrjú stutt atkvæði, og að minni hyggju er einmitt þessi bragliður til á ís- lenzku líka, t. d. í orðum eins og „sofendurnir", „vísindanna", „sann- leikurinn" — og því er það, sem S. Kr. P. segir um „sporðliði" vafa- samt, og athugasemdir hans um þá eiga ekki við öll þau orð, sem greinin nær til. — Flokkun á rómhæð orða eftir þýðing þeirra man ég ekki eftir að Blass nefni; hann heldur sér aðallega við lengd og stutt- leika atkvæðanna, og telur hreiminn fara eftir þeim. Eg skal nú ekki fjölyrða meira um Blass. En ég verð líka að benda á meira. — Stundum geta komið fyrir alt aðrar tegundir bragliða en S. Kr. P. nefnir. Ég vil t. d. benda á, að choriambus getur komið fyrir: þegjandaleg, t. d. hjá Grími Thomsen í kvæðinu um Sólheimasand (— —), þar er aukaáherzlan á -leg áreiðanlega svo sterk, að það mætti kalla þennan braglið svo. Ennfremur er áreiðanlega til í íslenzku jambus (þó S. Kr. P. íylgi próf. Finni Jónssyni í að neita því) (—- —) og creticus (— *-> —), og þarf ekki annað en nefna til sem dæmi þess fyrnefnda orðasambönd eins og: „hann kom að austan", þar sem áherzl- an hér um bil alt af mun liggja á atkvæðunum kom og aust-; en orð eins og t. d. „ráðalaus“ eru hreinn creticus, einkum ef orðið stendur seinast í setningu. Það gefur nú að skilja að útkoman og reglurnar hljóta að breytast, ef reiknað er með þessum (og ef til vill fleirum) bragliðum eða afbrigð- 1) Hrynjandin í bundnu listmáli Attíkumanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.