Eimreiðin - 01.10.1927, Page 70
374
BRÉF UM MERKA BÓK
EIMREIÐIN
Rhytmen der attischen Kunstprosa:1) Isokrates— Demosthenes—Platon.
Leipzig 1901“. — Síðar hefur Blass ritað fleira líks efnis. En það er
þessi bók og útgáfa Blass á rseðum Demosþenesar, sem ég tók til dæmis,
eins og fyrra bréf mitt sýnir. — Blass tók enganveginn upp alt gríska
óbundna fornmálið, eins og S. Kr. P. hefur gert við íslenzkuna, heldur
að eins vissan rithöfundaflokk í þessari bók, sem ég nefndi, tvo mælsku-
skörunga, sem ræður eru til eftir, og einn merkan heimspeking, sem
öðrum framar er talinn ritsnillingur. En Ðlass fór lengra en nú þykir
rétt — að því leyti að hann fór að leiðrétta textann hjá Demosþenesi,
á mörgum stöðum, eftir því sem honum fanst að hreimurinn ætti að vera,
samkvæmt þeim lögum, sem hann þóttist finna. — Hann fór alls ekki
að rannsaka alla hrynjandina, né kryfja lög hennar í grísku máli yfir-
leitt, eins og S. Kr. P. gerir í íslenzku, en hélt sér við þá höfunda, sem
hann þóttist geta sannað, að hefðu viljandi beitt ákveðnum samböndum
bragliða í óbundnu máli, líkt — en þó nokkuð öðruvísi — og skáld gera
í bundnu. Um hendingaskil, hendingalengd o. s. frv. gefur hann því
hvergi í þessari bók, né annarsstaðar, þar ég viti til, ákveðnar reglur.
Viðvíkjandi „kveðum“, sem S. Kr. P. kallar, þá er enginn vafi á því,
að Blass telur í grísku að meira en þríliður geti rúmast þar, því á því
máli eru þesskonar kveður algengar, líka í latínu; það eru þeir brag-
liðir, sem á grísku og latínu eru kallaðir paeones (á íslenzku mætti kalla
það höggiiði). Algengur er paeon primus — —' eitt langt og þrjú
stutt atkvæði, og að minni hyggju er einmitt þessi bragliður til á ís-
lenzku líka, t. d. í orðum eins og „sofendurnir", „vísindanna", „sann-
leikurinn" — og því er það, sem S. Kr. P. segir um „sporðliði" vafa-
samt, og athugasemdir hans um þá eiga ekki við öll þau orð, sem
greinin nær til. — Flokkun á rómhæð orða eftir þýðing þeirra man ég
ekki eftir að Blass nefni; hann heldur sér aðallega við lengd og stutt-
leika atkvæðanna, og telur hreiminn fara eftir þeim.
Eg skal nú ekki fjölyrða meira um Blass. En ég verð líka að benda
á meira. — Stundum geta komið fyrir alt aðrar tegundir bragliða en
S. Kr. P. nefnir. Ég vil t. d. benda á, að choriambus getur komið fyrir:
þegjandaleg, t. d. hjá Grími Thomsen í kvæðinu um Sólheimasand (—
—), þar er aukaáherzlan á -leg áreiðanlega svo sterk, að það
mætti kalla þennan braglið svo. Ennfremur er áreiðanlega til í íslenzku
jambus (þó S. Kr. P. íylgi próf. Finni Jónssyni í að neita því) (—- —)
og creticus (— *-> —), og þarf ekki annað en nefna til sem dæmi þess
fyrnefnda orðasambönd eins og: „hann kom að austan", þar sem áherzl-
an hér um bil alt af mun liggja á atkvæðunum kom og aust-; en orð
eins og t. d. „ráðalaus“ eru hreinn creticus, einkum ef orðið stendur
seinast í setningu.
Það gefur nú að skilja að útkoman og reglurnar hljóta að breytast,
ef reiknað er með þessum (og ef til vill fleirum) bragliðum eða afbrigð-
1) Hrynjandin í bundnu listmáli Attíkumanna.