Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 71
EIMREIÐIN
BRÉF UM MERKA BÓK
375
um bragliða, hvort heldur sem átt er við bundið eða óbundið mál. —
Og með fornmálið íslenzka ber líka þess að gæta, að þar var áreiðan-
lega meira tekið tillit til langra og stuttra atkvæða, eins og menn nú
vita um kveðskapinn, heldur en á síðari tímum. — Á skoðun hans um
kenslu í þessum fræðum í hofum get ég alls ekki fallist.
En þó ég nú sjái, að ýmsu verður að breyta í kerfi Sigurðar, þá er
það engu að síður merkilegt og aðdáanlegt. Mér finst svo margt í bók-
inni gott til fróðleiks og athugunar, og hún í heild sinni bera vott um
sjaldgæft sálarþrek og skarpskygni, og auk þess dæmafáa ritsnild og
smekkvísi og næmt eyra fyrir fegurð íslenzkrar tungu, að ég tel !át Sig-
urðar eitt hið mesta stórtjón, sem bókmentir okkar hafa beðið nýlega.
Ég játa það með innilegu þakklæti, að ég hef mikið af bókinni lært,
og hún hefur opnað á mér og öðrum augun fyrir nýju og ókunnu landi,
sem nú ber að kanna, og kanna vandlega.
I lok bréfs síns minnist S. Kr. P. á Kepler og lög hans. Ég vildi
heldur líkja bók Sigurðar við verk annars mikils stjörnufræðings, kenn-
ara Keplers, Tycho Brahe. Eins og kunnugt er var hann nákvæmasti og
vandvirkasti stjörnufræðingur Norðurálfunnar á sínum tíma, og það Ieið
á löngu þangað til menn fengu öllu betri athuganir en þær, sem hann
hafði gert. — Þegar Copernicus kom með hina nýju kenningu sína, gat
Tycho samt ekki aðhylst hana, — honum fanst hún ekki geta samrýmst
því, sem hann þekti þá, og hann kom svo sjálfur með kerfi, upphugsað
vandlega og af mikilli snilli. En hann hélt áfram að safna og athuga, og
þessar athuganir hans sjálfs, sem honum entist ekki aldur til að vinna
úr, sýndu og sönnuðu það greinilega, þegar Kepler og síðar Newton
héldu áfram rannsóknunum, að Copernicus hafði rétt að mæla, og að
kerfi Tychos var hugarburður einn.
Ég gæti trúað því, að forlög þessarar bókar yrði að sumu leyti nokk-
uð lík. Bæði Kepler og aðrir á eftir honum bygðu á athugunum Tychos,
en höfnuðu ályktunum hans. Og heiður Tychos hefur ekkert rýrst við
það, því enginn vafi Ieikur á því, að ef hann hefði lifað og starfað
lengur, þá hefði hann sjálfur komist að líkri niðurstöðu. Nú er víst, að
ef Sigurður sálugi, eins óvenjulega skarpur og sannleikselskandi maður
og hann var, hefði lifað lengur og fengið að njófa sín betur, þá hefði
hann vafalaust fengið ýmiskonar þekkingu, sem hefði getað komið hon-
um á alt aðrar skoðanir. Hann hefði þá t. d. getað kynt sér helztu nú-
tímarit um hrynjandi í lifandi málum, þau eru mörg til, ogjná mikið af
þeim Iæra. Og ekki sízt má vænta mikils af rannsóknum þeim, sem nú
má gera með verkfærum. Menn eru nú komnir talsvert langt í að rann-
saka einstök hljóð á þann hátt, og það má segja, að ekkert er vissara
en það, að fyr eða sfðar verður hrynjandi íslenzkrar tungu rannsökuð
á þann hátt. — En alveg 'víst er það, að mikill þorri af einstökum at-
hugunum Sigurðar sáluga í þessari bók hans, og sumir partar af kerfinu
ef til vill, munu þá og um alla tíð halda gildi sínu. Og bezt gæti ég
trúað því, að þeir menn, sem forsjónin hefur ætlað til að vinna Iík af-