Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 77
EIMREIÐIN
Þ]ÓÐNÝTINQ Á ENQLANDI
381
óvarkárni, og einstöku sinnum viljandi, óvinalöndunum
brezkar og innfluttar vörur, sem vér höfðum sjálfir þörf á«.
Bretar fundu sig þá óumflýjanlega til neydda að gera stór-
feldar breytingar á skipulagi sínu, eins og áður er sagt. Ég
ætla nú að drepa á helztu breytingarnar, og skýra frá því,
hvernig höf. telur, að þær hafi lánast.
Hann skýrir fyrst frá þjóðnýting hergagnanna. Stjórnardeild
var stofnuð með lögum 8. júní 1915 til þess að koma skipu-
lagi á hergagnabirgðirnar (Ministry of Munitions), svo að fram
undir ár var þá liðið frá því er ófriðurinn hófst. Höf. telur
það ómetanlegt tjón, hve lengi það drógst, meðal annars fyrir
þá sök, að sægur af sérstaklega hæfum mönnum, sem þessi
stjórnardeild þurfti á að halda, höfðu gerst sjálfboðaliðar í
ófriðnum, en mikill mannfjöldi var eftir í landinu, er fékst við
framleiðslu þeirra hluta, sem voru gersamlega gagnslausir.
Hergagnadeildin átti við mikla og óvenjulega örðugleika að
etja. Samt tókst henni, segir höf., að sýna þjóðinni, að hún
gat framleitt meira, þrátt fyrir örðugleikana, en skipulagslaus
framtakssemi gat af hendi int með miklu meira valdi.
Ég verð að fara fljótt yfir sögu og að eins stikla á nokkur-
um þeirra atriða, sem höf. skýrir frá. Stjórnin stofnaði verk-
smiðjur fyrir sprengikúlur. I þessum verksmiðjum jókst fram-
leiðsluhraðinn, frá því sem hann hafði áður verið, alveg gífur-
lega. Þær birgðir, sem áður höfðu þurft heilt ár til þess að
verða til, voru nú framleiddar á þrem vikum, þær sem lengst-
an tíma tóku, en á fjórum dögum, þær sem greiðast reyndist
að búa til. Stjórnin tók að sér alt vald yfir málmvörum. Henni
tókst að færa verðið niður stórkostlega. Þegar í desember
1915 tilkynti Lloyd George, að sparnaðurinn hefði þá numið
15 til 20 miljónum punda, auk þess hvað framleiðslan var
örugg. Og í ágúst 1916 taldist hergagnaráðherranum svo til,
að sparnaðurinn á fáeinum málmtegundum, sem hann taldi
upp, hefði þá numið 41 miljón punda. í júnílok 1917 lét einn
hergagnaráðherrann þess getið, að flokkur af sprengikúlu-
verksmiðjum, sem kostað hefðu 1 miljón og 5 hundruð þúsund
pund, hefðu framleitt vörur fyrir 3 miljónir og 500 þúsundir,
sem mundu hafa kostað 7 miljónir punda, ef stjórnin hefði
ekki sjálf rekið verksmiðjurnar.