Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 82

Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 82
386 ÞJÓÐNVTING Á ENGLANDI EIMREIÐIN þverrandi, og alþýða manna skildi ekki starf þeirra betur en svo, að margir héldu, að þeir væru valdir að kolaskortinum, »þar sem þeir voru í raun og veru að vernda fólkið frá af- leiðingunum af slíkum skorti*, segir höfundurinn. »Það var eingöngu þeirra starfi að þakka, að mörg héruð urðu ekki algerlega kolalaus, og eins hitt, að kolin komust ekki í það verð, að fátækum mönnum yrði ofurefli að kaupa þau. Því miður var þetta aldrei skýrt fyrir mönnum, og í mörgum ritlingum var því að þeim haldið, að líta einmitt þær ráð- stafanir fjandskaparaugum, sem björguðu þeim frá hallæri og hörmungum®. Umsjón stjórnarinnar með kolunum sparaði kolaneytendum tugi miljóna sterlingspunda. En höf. heldur því fram, að hún hefði getað sparað þeim meira fé, ef stjórnin hefði getað komið fyllra skipulagi á kolaframleiðsluna. Mismunurinn á kostnaðinum við hana er svo stórkostlegur, eftir því hverjar námurnar eru, að það kolaverð, sem gefur sumum góðan ágóða, veldur beinlínis gjaldþrotum fyrir aðra. En verðið varð að miða við verstu námurnar. Stjórnin varð að klæða og skæða hermennina, og eins og nærri má geta, var það ekki lítilsvert verk. Stjórnin byrjaði með því að leita eftir tilboðum með gamla laginu og gera samninga við einstök firmu — »sem að undanförnu hefur verið svo rík uppspretta misbeitingar og rangfengins gróða«, segir höfundurinn. »Ef þessu hefði verið haldið áfram«, segir hann enn fremur, »þá hefðu fjárframlögin til hermálanna orðið af- skaplega miklu meiri og þjóðin hefði fengið vondar vörur«. — Stjórnin tók að sér yfirráðin yfir ull, skinnum, leðri, hör, hampi o. s. frv. Af því hlauzt ekki eingöngu stórkostlegur sparnaður fyrir þjóðina, heldur telur og höf. árangur þessarar tilraunar mjög mikilvæga sönnun þess, hve hagkvæmt sé að reka verzlun, innflutning og útflutning, í svo stórum stíl. Og hann gerir nokkura grein þess, hvernig þetta var framkvæmt alt saman. Loks skýrir höf. frá afskiftum stjórnarinnar af áfengismálinu. Hún takmarkaði mjög áfengisframleiðsluna og bannaði áfengis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.