Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 86
390 NÁTTÚRAN EIMREIÐIN oddborgaraskapur hefur eitfhvað af snildaranda hennar. Sá sem sér hana ekki alstaðar, sér hana hvergi rétt. Hún elskar sjálfa sig, og festir endalaust óteljandi augu og hjörtu á sjálfri sér. Hún hefur lagt sig fram, til þess að njóta sjálfrar sín. Sífelt lætur hún nýja njótendur vaxa, óþreytandi að gefa sig til kynna. Hún gleðst yfir blekkingunni. Hverjum þeim, sem eyðir blekkingunni í sjálfum sér og öðrum, refsar hún eins og grimmasti harðstjóri. Þeim, sem fylgir henni með trausti, þrýstir hún eins og barni að hjarta sínu. Börn hennar eru óteljandi. Engum synjar hún a!ls, en hún á eftirlætisgoð, sem hún veitir óspart gjafir sínar og leggur mikið í sölurnar fyrir. Hún heldur verndarhendi sinni yfir hinu stóra. Hún þeytir börnum sínum fram úr óskapnaðinum og segir þeim ekki hvaðan þau koma né hvert þau fara. Þau eiga að- eins að halda áfram; brautina þekkir hún. Hún hefur fáa aflvaka, en aldrei útslitna, sístarfandi, sífjöl- breytt. Sjónleikur hennar er ávalt nýr, af því að hún skapar ávalt nýja áhorfendur. Lífið er fegursta uppfinning hennar, og dauð- inn er snjallræði hennar til þess að fá sem mest líf. Hún sveipar manninn í dimmu og knýr hann endalaust í áttina til ljóssins. Hún gerir hann háðan jörðunni, tregan og þungan, og knýr hann alt af upp aftur. Hún veitir þarfir, af því að hún elskar hreyfingu. Undra- vert, að hún skuli koma allri þessari hreyfingu af stað með svo litlu! Hver þörf er velgerð, sem er fljótt fullnægt og vaknar fljótt á ný. Veiti hún nýja þörf, þá er það ný upp- spretta nautnar; en hún kemst brátt í jafnvægi. Á hverju augnabliki tekur hún hið lengsta tilhlaup, og á hverju augnabliki hefur hún náð markinu. Hún er sjálfur hégóminn, en ekki fyrir okkur, því að okk- ur hefur hún gert sig mikilvægasta af öllu. Hún lætur hvert barn leika að sér, hvern heimskingja dæma um sig, þúsundir ganga sinnulausar yfir sig, án þess að sjá neitt, og af öllu hefur hún ánægju, í öllu sér hún sér hag. Menn hlýða lögum hennar, einnig þá er menn spyrna móti þeim; menn starfa með henni, einnig þegar þeir vilja vinna á móti henni. Alt, sem hún gefur, gerir hún að velgerð, því að hún gerir það fyrst ómissandi. Hún bíður, svo að menn þrái hana; hún flýtir sér, svo að menn verði ekki leiðir á henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.