Eimreiðin - 01.10.1927, Page 87
EIMREIÐIN
NÁTTÚRAN
391
Hún hefur enga tungu né málfæri, en hún skapar tungur
og hjörtu, sem hún talar með og finnur til í.
Kóróna hennar er ástin; aðeins í ástinni er unt að komast
nærri henni. Hún leggur djúp á milli allra vera, og alt leitast
við að sameinast. Hún hefur einangrað alt, til þess að draga
alt saman. Með fáeinum teygum úr bikar ástarinnar bætir hún
fyrir líf fult af mæðu.
Hún er alt. Hún umbunar sjálfri sér og refsar sjálfri sér,
gleðst og kvelur sjálfa sig. Hún er hörð og mild, yndisleg og
hræðileg, máttvana og alvoldug. Alt er alt af til í henni. For-
tíð og framtíð þekkir hún ekki. Nútíðin er henni eilífð. Hún
er gæzkurík. Eg vegsama hana með öllum verkum hennar.
Hún er vitur og kyrlát. Menn hrifsa ekki af henni neinar
skýringar, ógna henni ekki til að gefa neinar gjafir, sem hún
gefur ekki af frjálsum vilja. Hún er kæn, en í góðum tilgangi,
og bezt er að taka ekki eftir kænsku hennar.
Hún er heil, og þó ávalt ófullger. Eins og hún er að nú,
getur hún ávalt verið að.
Sérhverjum birtist hún í sérstakri mynd. Hún dylur sig á
bak við þúsund nöfn og heiti, og er alt af hin sama.
Hún hefur látið mig inn í heiminn, hún mun einnig leiða
mig út. Eg trúi henni fyrir mér. Hún,má ráða fyrir mér; hún
mun ekki leggja hatur á verk sitt. Eg var ekki að tala um
hana; nei, það, sem satt er, og það, sem rangt er, alt hefur
hún talað. Alt er hennar sök, alt er hennar verðung.
Yngvi Jóhannesson þýddi.