Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Page 90

Eimreiðin - 01.10.1927, Page 90
394 RITSJÁ EIMREIÐIN sem hún stendur í kofa sínum umkringd dularfullri þögn og laðar fram mýsnar úr holunum. Mér mundi hafa þótt sú frásögn harla nýstárleg og sennilega orðið hún minnisstæð, ef hún hefði ekki orðið til þess eins að rifja upp fyrir mér hið dásamlega kvæði Roberts Browning um pípar- ann í Hamelín („Pied Piper of Hamelin'1), sem seiddi völskurnar út í Weserfljótið. En ekki má slíkt varpa rýrð á frásögn hr. E. Þ. — Lýsing hans á ævilokum Imbu gömlu þykir mér prýðilega rituð. Svörtu göngin eru að vísu skáldlegri saga en Fósturbörnin, en efni hennar er að mínum dómi sýnu ómerkilegra. ]óka er varla þess virði að gera hana að söguhetju; á hún og sízt heima á þeirri öld, sem hún fylgir hér. Eg er viss um, að höfundi hefði tekist miklu betur, ef hann hefði tekið sér fyrir hendur að rita sögu einhverrar hjátrúarfullrar 17. aldar konu. f þann tíð lá draugatrúin í loftinu, og fáfróður almúginn að ógleymdum klerklýðnum, sá hilla undir andskotann á hverju leiti og þorði ekki um þvert hús að ganga fyrir árum hans. Síðasta sagan er að mínu áliti lang-bezt. Fer þar saman merkilegt efni og glæsileg meðferð. Hér er ekki sýnilegt rilfitl manns, sem heldur, að hann sé réttur og sléttur sagnaritari, sem eigi aðeins að skrásetja gamlar minningar, heldur einkenni skapandi anda, skálds, sem er orðið meðvitandi krafta sinna og ræðst óhikað í að lifa og stríða með sögu- hetjum sínum. Sólveig í Skor er mér ógleymanleg. Sambúð þeirra Atla og heimilið í allri eymd sinni stendur lesanda glögt fyrir hugskotssjón- um. Höfundur, sem áður hefur þreytt lýsingar á hrikalegu landslagi, hríðarveðrum o. s. frv. leikur sér alt í einu að þvf að lýsa skapferli og hugarstríði húsfreyjunnar í Skor. Eg vildi leyfa mér að biðja Iesendur bókar þessarar að lesa með fullri afhygli kaflann „í kleifinni", bls. 114 — 119. Þar tekst höfundi upp. Hr. E. Þ. er gæddur miklum stílþrótti og smekkvísi á íslenzkt mál. En ekki ritar hann alls kostar algengt talmál, jafnvel þótt miðað sé við þá íslenzku, sem nú er töluð til sveita hér á landi, og gaman hefur hann af því að bregða fyrir sig fágætum orðum, sbr. t. d. orðið villibráð á bls. 43. — Lýsingar hans eru víða hressandi og hann getur brugðið fyrir sig skemtilegri fyndni (sbr. bls. 62 o. s. frv.). Vfirleitt sýnist þessi bók hans allrar virðingar verð, og munu vafalaust margir æskja þess, að eigi líði á löngu, áður en hann sendir frá sér framhald af „Minning- um“ sínum. Sigurður Skúiason.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.