Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 91

Eimreiðin - 01.10.1927, Blaðsíða 91
EIMREIÐIN RITSJÁ 395 Kristín Sigfúsdóttir: QÖMUL SAGA. Ak. 1927. Höfundurinn er þegar kominn í fremstu röð kvenrithöfunda vorra. Þetta er aðeins fyrri hluti lengri sögu og heitir I meinum. Sagan er ofin úr örlögum þriggja, eins og flestar sögur. Þrenningin er óhjákvæmilegt skilyrði þess, að veruleg saga geti orðið til. Það gerðist ekki margt sögu- legt hjá Adam og Evu í Paradís fyr en höggormurinn kom til skjalanna. Hér kemur höggormurinn í gervi yndislegrar og saklausrar stúlku og spillir sálarfriði og hamingju heillar fjölskyldu, sem áður hafði lifað í ást og eindrægni. Tveir bræður, tvíburarnir Jón og Helgi, einkasynir Rannveigar ekkju á Hnjúki, verða báðir ástfangnir í sömu stúlkunni, Áslaugu. Hún er heitin Jóni, en ann Helga. Þeir bræður unnast og mega hvorugur af öðrum sjá. Svo kemur vorkvöldið þegar Jón kemur með Áslaugu inn á heimilið sem heitmey sína. Helgi er ekki heima, en þegar hann kemur heim, er Áslaug fyrsta manneskjan sem mætir honum. „Og þarna stóð hún og studdist upp við dyrastafinn, há og tíguleg, björt og brosmild, eins og vorgyðjan sjálf". Rétt á eftir frétti Helgi, að hún sé heitmey Jóns. Nú hefst áköf barátta í sálu Helga milli ástarinnar og skyldunnar við bróðurinn. Áslaug á einnig í stríði við sjálfa sig. Ung stúlka á bænum, uppeldissystir þeirra bræðra, ber í brjósti leynda ást til Jóns, sjálfur er hann sárhryggur yfir fálæti Áslaugar, sem hann skilur ekkert í. En yfir öllum þessum leyndu þjáningum unga fólksins vakir hið athugula auga móðurinnar, Rannveigar gömlu. Hún sér og skilur. Loks kemst Jón að því hvernig í öllu liggur. Áslaug og Helgi flytja burfu af heimilinu til þess að byrja búskap á annari jörð, en eflir er æskuheimilið í rústum vonleysis og böls. Þannig lýkur þættinum. Kristínu Sigfúsdóttur er létt um að segja þannig frá, að lesandinn verði hugfanginn. Frásagnarlist hennar er einföld og látlaus, ekkert orð- skrúð, eða Iangar, þreytandi lýsingar, heldur dregur hún upp í fáum, skýrum dráttum, myndir af því, sem hún vill sýna. Þessar myndir eru jafnskýrar, hvort sem hún lýsir ytri viðburðum, náttúrunni, eða hún dreg- ur þær fram úr djúpum sálarlífsins. Lýsingin á móðurtilfinningum Rann- veigar gömlu í tólfla kapítula þessa þátfar er áhrifarík og sönn. — En auk frásagnarlistarinnar á höf. einnig „dramatiska" gáfu í all-ríkum mæli. Höf. getur fléttað saman viðburði þannig, að Ieiði til mikilla tíðinda, án þess að óeðlilegt verði eða filgerðarlegt. — Qildi hverrar skáldsögu fer í fyrsta Iagi mikið eftir því, hvort höf. stefnir að ákveðnu marki með sögu sinni, hvort hann vill með henni draga fram einhver sígild sannindi og sýna þau í nýju ljósi, og í öðru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.