Eimreiðin - 01.10.1927, Qupperneq 92
396
RITSJÁ
EIMREiÐIN
lagi fer þaö eftir því, hvernicf honum tekst þetta. Án þessa markmiðs
verður sagan oftast áhrifalaus, aðeins stundargaman, þegar bezt lætur.
Markmið höf. með þessari sögu er ekki fyllilega ljóst enn þá, enda er
sagan ekki 611. í síðara hlutanum kemur það vafalaust skýrara fram, að
hverju höf. stefnir. Nafnið bendir ekki til neins í þá átt, hvaða viðfangs-
efni vaki fyrir höf. Það getur verið fleira en eitt. En næst Iiggur að
álykta, að takmarkið sé að sýna afleiðingar þess árekstrar, sem ást og
skylda veldur stundum í lífi mannanna. Til þess benda orð Rannveigar
við Helga (bis, 128) skömmu áður en hann fer að heiman með Áslaugu:
„Ég ætla að biðja guð þess í öllum mínum bænum — að þér verði það
ekki til óhamingju — að svona ógæfusamlega er byrjað“. Þetta er stór-
felt viðfangsefni og vandfarið með það. Það hefur verið yrkisefni skálda
á öllum tímum. Kristín Sigfúsdóttir er svo mikið skáld, að henni er
óhæft að fást við erfið viðfangsefni. Það er hún þegar búin að sýna. En
hvernig svo sem framhaldið veröur, þá er hitt víst, að þessi bók Krist-
ínar stendur ekki að baki fyrri bókum hennar. Efnið er tekið út úr ís-
lenzku sveitalífi, og svo vel farið með það, að slíkt gera ekki aðrir en
þeir, sem mikum rithöfundarhæfileikum eru gæddir. Sv. S.
ÁRSRIT NEMENDASAMBANDS LAUQASKÓLA 2. ár. Ritstjóri:
Arnór Sigurjónsson. Ak. 1927.
Það er nýlunda að sjá jafn-vandað ársrit frá íslenzkum skóla eins og
hér gefur að líta. Skólaskýrslur flytja fremur hagfræði en bókmentir. Hér
skipa bókmentir öndvegi. Skólaskýrsla og -reglur koma aftast í röð.
Ritið ber með sér, að norður í Þingeyjarsýslu sé að komast á laggirnar
fyrirmyndar-alþýðuskóli, sem eigi bjarta og dáðríka framtíð framundan.
Aðaltakmark skólans er að kenna nemendum að hugsa sjálfstætt og vinna
sjálfstætt. Það takmark er að vísu ekki óþekt áður í skólastarfsemi ís-
lenzkri, en aðaltakmark hefur það alment ekki verið til skamms tíma —
hvorki í æðri skólum vorum né lægri.
En það er líka annað sem vekur fögnuð við Iestur þessa rits. Það er
þjóðræknisandinn, sem ríkir í skólanum og kemur fram í ritinu, ekki sízt
f ágætu erindi eftir ]ón Sigurðsson frá Yztafelli, formann skólaráðsins.
Erindið heitir: Hvaða land er bezt? og er birt þarna sem rödd frá stjórn
skólans. Eg veit ekki nema að einhverjir mundu dæma þetta erindi fult
af þjóðrembingi og bændadekri. Eg gæti bezt trúað því. Það er ekki
orðið óalgengt að núa þeim mönnum þjóðarhroka um nasir, sem tala af
einlægni og innileik um ást sfna á landi og þjóð. Má vera að þjóðar-