Eimreiðin - 01.10.1933, Page 3
EIMREIÐIN
Október—dezember 1933 . XXXIX. ár, 4. hefti
ann ot aS |ema,
ÓLAHÁTÍÐIN nálgast nú óðum. Hægt og
hægt, en með æ meiri krafti, grípur hún um
sig þessi hátíðlega eftirvænting og hljóðláta
helgi, sem fylgir jólunum. Það eru ekki börn-
in eingöngu, sem verða jólanna vör. Þeir
fullorðnu komast ekki heldur undan áhrif-
Un> þeirra. Jafnvel þeir, sem harðlyndastir eru og hugsa
m>nst um andleg efni að jafnaði, fá ekki staðist til fulls
áhrifin frá nóttinni helgu.
Hver er hún þessi kyngi, sem fylgir hverjum nýjum jólum?
Hver er kraftur sá, sem fær jafnvel afbrotamanninn til að
Hrast yfir litlu löngu gleymdu atviki liðinnar æsku, sem alt
1 emu rifjast upp við bjarmann frá litlu jólakerti eða hljóm-
lnn af einföldum jólasöng? Hver er friður sá, sem grípur
. [nn þreytta og þjáða, þegar klukkurnar taka að hringja inn
}ó^n á aðfangadagskvöld? Hver er sú „úthelling andans“,
Se,n veldur því, að jafnvel þrumur stórskotahríðarinnar þagna
°8 fjandmenn takast í hendur yfir blóði drifna orustuvelli, —
Pessa helgu stund?
Þeir
sem trúa á táknlegt gildi hlutanna og sjá að baki
'nni sýnilegu tilveru dýpri andlega merkingu, munu eðlilega
Vrst nema staðar við það svar, að hið táknlega gildi jóla-
a ‘ðarinnar sé orsökin, mikilvægi þess atburðar, sem jólin
6ru segja frá, verki svo ákaft á meðvitund vora, að oss
3nPi helgi sú, sem er einkenni þeirra. Þetta svar veitir í
rnun og veru sfrax góóa lausn, því sannleikurinn er sá, að
likt þýðing jólanna er miklu stórfeldari en svo, að
verði við þýðingu nokkurs annars atburðar, sem veraldar-
23