Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 8
358
HANN ER AÐ KOMA
EIMREIÐIN
Hversdagsamstrið og veraldarvafstrið veldur því, að fæstir
gefa komu meistarans frá Nazaret nægan gaum. En stund-
um verður nærvera hans svo sterk, rödd hans svo máttug,
að hvorttveggja nær oss. Aldrei er þetta skýrara en þegar
jólin nálgast. Það er alveg sama hve miklu af hégóma hald-
laus menning hleður utan um jólahátíðina. Kall hans brýst í
gegn. Það heyrist eins og í fjarska upp yfir ysinn og þys-
inn á götum stórborganna á aðfangadag og færist stöðugt nær,
þegar klukkurnar taka að hringja inn jólin. Það heyrist úti
á snævi þaktri jörðunni, undir stjörnuskrýddum himni vetrar-
ins, úti á fleyjunum á hafinu, þó að vetrarstormarnir æði og
sjóirnir gnauði á kinnungunum. Og það heyrist á heimilunum,
í saklausri gleði barnanna, söngnum, Ijósunum, en þó ef til
vill hvergi skýrar en í þeirri hljóðlátu gleði, sem endurminn-
ingin um æskunnar jól getur stundum valdið nóttina helg11
oss, sem fulltíða erum, þegar vér hlustum vel. Eg held að
jólagleðin verði mest og varanlegust hjá þeim, sem hlusta vel
Annað skáld, en islenzkt, hefur lýst nálægð meistarans
þannig, — og ég vil nú að lokum gera ósk þessa skálds
að minni ósk:
„Ég heyrdi hann tala. — Aðeins augnablik.
— Það er mér nóg: Það tæmir dauðans höf.
É g vildi’ að þetta e ina augnablik
þér allir fengjuð nú í jólagjöf!
— O, hlustið, hlustið! — Hann e r meðal vor,
og hann er enn að gefa bíindum sýn,
og blómum strá í barna sinna spor
og biðja, hvísla: Komið þér til mín!
Gleðileg jól!
Á jólaföstunni 1933.
Sveinn Sigurðsson-