Eimreiðin - 01.10.1933, Side 10
360
A. KIELLAND OQ QESTUR PÁLSSON eimreiðin
son var kominn undir þrítugt, þegar hann samdi fyrstu skáld-
sögu sína, og það er áreiðanlegt, að það voru rit Kiellands,
sem þá voru að byrja að koma út, er fyrst vöktu hjá Gesti
meðvitundina um aðalhæfileika hans. Og einkum ber fyrsta
skáldsaga hans, Kærleiksheimilið, auðsæ merki frá hinu
norska skáldi.
Þeir áttu líka sammerkt um margt. Báðir litu aðallega í
ritum sínum á einstaklingslífið í sambandi við mannfélagið.
Báðir fundu óvenjulega ríkt til með lítilmagnanum. Hjá báð-
um kom fram dýpri lotning fyrir tign náttúrunnar en fyrir
nokkru öðru. Hjá báðum varð skáldskapurinn framar öllu
öðru að napri ásökun gegn því, er þeim fanst andstyggilegasÞ
Og þó að Gestur Pálsson væri gæddur miklu meiri frumleik
en svo, að hann þyrfti að ásælast aðra höfunda, er mjög
mikið gaman að athuga hvað það er svipað, sem þeim Kiel-
land dettur oft í hug«.
Þá hefur Arne Möller (í Nordisk Tidskrift, utg. av Letter-
stedtska fören. 1911, bls. 503 o. áfr.) talað um Kielland í
sambandi við Gest Pálsson; telur hann Vordraum bezta verk
Gests >selvom æmnevalget og karakterudformningen ofte
synes mere indíört end udiörU.
Loks skulu hér tilfærð orð Guðmundar Hagalín í ritgerð-
inni: Nokkur orð um sagnaskáldskap, er út kom í Austanfara
9. sept.—9. dez. 1922. Þar segir hann meðal annars svor
»Glöggur erlendur blær er á sögum hans [Gests], stíl 08
mannlýsingum. ... Sögurnar minna á Kielland, Turgenjev. . • •
Vordraumur er einhver fullkomnasta saga Gests, en mannlýs-
ingar minna þar á Kielland ...«.
II.
Það er víst, að þeir Kielland og Gestur Pálsson voru sam-
tímis í Kaupmannahöfn veturinn 1881—82, einmitt veturinnf
sem Gestur ritaði sína fyrstu sögu, Kærleiksheimi/ið, fyr*r
Verðandi, tímarit þeirra ungu raunsæismannanna. Jafnvíst er
það, að sögn kunnugra manna, að þeir Gestur og Kielland
þektust alls eigi persónulega. Þeim mun meiri kynni hefur
Gestur haft af bókum Kiellands, er þá voru nýfarnar að
koma út og vöktu geysimikla athygli.