Eimreiðin - 01.10.1933, Side 12
362
A. KIELLAND OG GESTUR PÁLSSON eimreiðin
Kielland ræðst einkum á hræsnina í trú og siðferði. Mest
-ber á því, þegar hann skapar presta sína, og Gerhard Gran
hefur sýnt, að þetta viðhorf sitt hefur hann að erfðum frá
Kierkegaard. Þeim vex báðum í augum bilið eða réttara
sagt gjáin, sem gín milli kenninga kristindómsins — að
maður tali nú ekki um dæmi Krists — og lífernis prest-
anna. Og Kielland þreytist ekki að draga dár að hræsni
þeirra og leikni þeirra í því að aka seglum eftir vindi.
Sparre prófastur í Garman og Worse er ágætt dæmi þessa
veraldarvana prests, sem Kielland er svo grábölvanlega við,
en Martens prestur í sömu bók og kapelláninn í Else eru
kvistir af sama tré.
Og séra Eggert í Kærleiksheimilinu er skilgetinn bróðir
Sparre prófasts. Hann er mjúkmáll, eins og smér og rjómi a
yfirborðinu, en undir niðri er hann harðvítugur karl, sem
gætir í hvívetna eigin hagsmuna og þess, að engir nýjunga'
gjarnir uppreistarseggir geti komið skoðunum sínum eða áhrif-
um við veðri.
Og Þuríður gamla er hans bezta stoð. Hún er fyrirmynd
guðhræddrar húsfreyju, og henni, sem almannarómur segir-
að eigi vingott við Kristján 4. ráðsmann sinn, henni miklast
ósóminn, er óráðsíu-stelpan hún Anna »tælir« son hennar til
ásta. Samt lætur hún son sinn fyllilega á sér skilja, að hún
hafi ekkert á móti því að »ungt fólk leiki sér«. Það er fyrs*
þegar alvara unga fólksins ætlar að keyra úr hófi, að hun
finnur sig knúða til að rísa upp og sporna við »hneykslinu4-
Enda verður henni þá ekki skotaskuld úr því að kúga son
sinn til að hætta við Önnu, en taka í staðinn arf eftir sig °S
dóttur prestsins.
Þessi móðurlega umhyggja og alt viðhorf Þuríðar við sið’
ferðismálunum minnir eigi alllítið á skoðanir merkishjónanna
Statsrádet Bennechen í Arbejdsfolk. Þegar Kirstine, sveita-
stúlkan, kemur inn til Kristjaníu og bræðurnir Bennechen fara
að líta hana hýru auga, hvor upp á sinn máta, þá dettur þess-
um heiðurshjónum sízt af öllu í hug að amast við því,
Alfred glettist við hana; þau vita, að það fer aldrei lengra-
En Jóhann, sem frá byrjun tekur málið alvarlega, veldur þeirn
áhyggju, sem endar með því, að þau senda hann burt og flÝ*a