Eimreiðin - 01.10.1933, Page 20
370
A. KIELLAND OQ GESTUR PÁLSSON eimreiðin
ekki orðið um sel, ef einhver hefði bent honum á, að þessi
saga hans væri mestöll frá Kielland. Eg er sannfærður um,
að hann hefði neitað því.
En er þá ekki rangt að tala hér um lán eða áhrif frá
Kielland? Um lán ef til vill, en ekki um áhrif. Ekki er að efa
að Gestur hafi lesið beztu sögu Kiellands, og það líklega
oftar en einu sinni. Hún hefur hlotið að falla honum vel í
geð, svo gersamlega sem hún var skrifuð í hans anda. Ef
nokkur bók hefur getað sezt að í hug hans, þá átti hún að
geta það. En nú er það svo, að í skáldsögunni Garman og
Worse er sagan um kaupmannsdótturina og prestinn alls ekki
eins áberandi eins og virðast mætti, þegar hún er leyst út úr
samhenginu og sögð út af fyrir sig, eins og ég hef gert hér
að framan. í skáldsögunni er hún sögð í pörtum, á víð oS
dreif (í kapítulunum 5, 8, 9, 11 og 13).
Vera má að Gestur hafi aldrei — vísvitandi — litið a
hana sem heild út af fyrir sig. Engu að síður hefur hún
getað kristallast í hug hans að honum óafvitandi og komið
fram í hinni nýju sögu: Vordraumur. Það styður og þessa skoð-
un, að langt var um liðið síðan bókin kom út og því líklega
langt síðan Gestur hafði lesið hana; bókin hafði því haft tóm til
að hverfa úr meðvitund hans og verka á ímyndunarafl hans.
»Alla hluti skilja mennirnir jarðligri skilningu, því að þei01
er eigi gefin andlig spektin* segir Snorri, og verð ég a^
játa, að þetta sannast á mér, þegar ég reyni að gera mer
grein fyrir verkum skáldanna, því ég er ekki skáld og hef
því enga samskonar reynslu til samanburðar.
Vera mætti þó, að til samanburðar mætti benda á afdrif
lagstúfa í minni manns — og þar get ég talað af eigin reynslu-
Heyri ég lagstúf, sem mér fellur vel í geð og ég vildi
gjarnan lært hafa, er það mjög sjaldan að ég muni hann strax
á eftir. En partur úr laginu, eða lagið alt, getur dottið upP
úr mér nokkrum dögum seinna, án þess að ég sé nokkuð ap
hugsa um það. Stundum kemur það og fyrir, þótt sjaldnar se,
að mér detta í hug lagbrot, sem mig rekur alls ekki mmn*
til að ég hafi heyrt áður. Hef ég stundum fest þess háttar
lagstúfa í minni og orðið hissa, er ég hef heyrt þá utan
mér löngu síðar.