Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 24
374
(JR SÖNGVUNUM TIL SVANFRÍÐAR eimreiðin
Ég gekk eftir götu til hlíða.
Haustnætur hrím
hrundi í blóðdrefjuð spor.
Smáfugl sat hnípinn í holti.
Hjarta mitt barðist.
Ómaði elfur í skor.
Fögur varstu;
fegurst af öllum.
Fögur sem vonanna vor.
Ég gekk eftir götu til hlíða.
Fönn var á fold;
frostbólgnar skarir við rín.
Hjarta mitt barðist í brjósti,
barðist af mæði,
leitaði’ og Ieitaði þín.
— Fögur ertu,
fegurst af öllum,
vonin og vordísin mín.
Árniður.
Það, sem hér af hönd er skráð,
hófst sem vökudraumur.
Inst er lindin ósjálfráð,
eins og hjartans straumur.
Æ var merktur marki barns
mannsins sumardraumur,
þó í návist hríms og hjarns
hnigi lífsins straumur.
I ástúð fær og eining ræzt
æskuvona draumur,
ef sálir tvær við mark fá mæzt
sem móða og kvíslarstraumur. —
Leitar nú að leið til þín
lífs míns gæfudraumur.
Niðar við, sem renni Rín,
rauður æðastraumur.
Hið efra hvítnar.
Hið efra hvítnar. Fölnar fold um dali.
Foss dregur anda þungt í stokki þröngum.
Um vetur dvergar hvísla í gljúfra göngum.
Enn gerist hljótt um lund og álfa sali.
Haust; komið haust. Æ, lækkar sól og lækkar.
Líður á dag; það tekur mjög að kvelda.
A Hvítafelli aftangeislar elda,
en aftanskuggi í dalnum sífelt stækkar.
Við brekkuíót í austri leiftrar lind,
er ljómar röðull skær við Kinnar fennur,
og auga mitt og hjarta nálgast nótt.