Eimreiðin - 01.10.1933, Page 25
Eimreiðin Or söngvunum til svanfríðar
375
Þar bregður fyrir þinni mæru mynd.
A meðan sól á bak við tinda rennur
hún beygir að mér bauga, hægt og hljótt.
Vatnið hnígur.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
hnígur á hvössu grjóti.
— Ilt er að binda ást við þann,
sem enga leggur móti.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
hefur svo margt í för.
Sumum færir það fagran söng
og fagurt bros á vör.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
heldur svo mörgu að eyra.
Ég heyrði í gljúfri harmakvein,
hlátur og sitthvað fleira.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
hnígur í djúpan ál.
Sumum verður það svalalind;
sumum banaskál.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
hnígur með dyn af sorgum. —
Næsti dagur skautar skarti
á skýjaborgum.
Gjöfin.
Þú gafst mér von á vori, er fuglar sungu,
og varma í hug með ljósi, er þróast enn.
Þú gafst mér sorg; þú gafst mér ljóð á tungu;
þú gafst mér líf — og sátt við guð og menn. — —
Þeim, sem í ástum ósjó hefur varist,
eigin þrá fylgt til djúps á sorgar höf,
alt verður smátt, sem um á jörð er barist,
annað en fórnarviljans náðargjöf.
Laxá niðar á hrjúfu hrauni.
Vindblær strýkur um hrjúfar hlíðar,
hvíslar um nýja jörð.