Eimreiðin - 01.10.1933, Page 27
eimreiðin
Islenzk kirkja.
i.
Endur fyrir löngu brutust þessi orð handan yfir djúpin milli
*we9SÍa heima: »Farið og kristnið allar þjóðir«. Þau fundu
hljómgrunn í sálum nokkurra fiskimanna við Galileuvatn og
tefldu þeim fram á sjónarsvið sögunnar sem allslausum, sí-
flakkandi, fótasárum farandprédikurum. í höndum höfðu þeir
staf til að kanna ófærur og vötn. í augum brann leiftur sem
endurskin úr öðrum veröldum. í æðum svall þeim blóð, sem
Verða skyldi útsæði nýrrar lífs-hugsjónar.
Og hvaða aðferðum beittu þeir til þess að kristna allar
bióðir? Þeir sneru sér fyrst og fremst til hvers einstaks manns
°9 áttu tal við hann. Þeir skriðu inn í hreysi þræla og undir-
°haðra og ræddu við þá í einrúmi. Og við nærveru þeirra
íóku fátæku hjörtun undir þrælsúlpunum að brenna, tóku að
iá óljóst hugboð um, að nýtt vor væri að rísa og fundu ólgu
t>ess í blóði sínu. Þannig hóf þessi volduga hreyfing sigurför
sína sem æfintýradraumur í nokkrum einföldum hjörtum, en
s'öar meir skyldi hún eignast glæsilegustu musteri veraldar.
Lifandi, persónulegt samband við hinn upprisna Krist var
það, sem að var kept. Andi hans átti að kvíslast um hverja
*aug, gneistar frá lífi hans að loga sem heilagur eldur í sál
hvers lærisveins.
Enn spurði enginn um játningar. En þeir tímar komu.
Þá er það Róm, sem hefur tekið það hlutverk að sér að
hristna allan heiminn. Og hún gerir það með því að senda
v'gða kirkjuhöfðingja um víða veröld. I annari hendi báru
heir krossmark, í hinni sverð, og mikill ljómi stóð af þeim.
Hann lýsti úr augum þeirra sumra og af gullnum messuskrúða
heirra allra. Spor þeirra lágu ekki fyrst og fremst til hvers
einstaks manns, heldur til heilla þjóða. Þeir héldu viðhafnarmikl-
ar guðsþjónustur á latneskri tungu og skírðu fólk í hundraða-
tali. Þeir kendu því knéfall fyrir heilögum dýrlingum kirkj-