Eimreiðin - 01.10.1933, Page 37
EIMREIÐIN
VOLGA — VOLGA
387
Gefum þeim, sem ekkert eiga,
eignir, vonir, forráð ný!«
* *
*
Þar sem voldug Volga breiðir
vingjarnleg sinn hýra arm,
Stenka Rasins frægur flotí
fljóts í öldum speglar hvarm.
Rasin gleymir raunum þungum,
ríkir stund í drauma-frið,
ástmey sína örmum vefur
undurblítt við fljótsins nið.
Hægt um flotann færist rómur:
>Fyrstur kappinn brýtur nú
lög, er sjálfur sett oss hefur.
Sjást ei má hér auðarbrú! —
Stenka gleymir stríðsins raustu,
starir hljótt í Volgu nið, —
ástmey sína örmum vefur
ástarsæll í drauma-frið«.
Stenka Rasin heyrir hlátur
hljóma dátt um flotans þil.
— Byrstur svarar brátt og segir:
»Bannað hef ég þvílíkt spil«.
En að bragði einn hans manna
anza nam með orðin hög:
»Foringi vor, frægur Rasin,
fyrstur braut sín eigin lög«. —
Vfir breiða Volguvegu
veglegt hljómar Rasins mál:
»Hæfir ekki hraustum sveinum,
hjörtun geymi níð og tál. —
Aldrei mega bræður bera
banvæn vopn í hjarta sér. —
Æðsta hnossi, Volga — Volga,
víst ég fórna handa þér!«