Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 39
eimreiðin
Hrímskógur.
(Æskuminning).
Sóría móría! Sóría móría! Fyrir austan sól og sunnan mána!
Klingið silfurbjöllur, í þagnarkyrð kvöldblárra skóga! Brenni,
brenni blysin öll í hásal hvítra lunda! Tindrið, stjarneldar, yfir
Jötunheimum! — Hringið og syngið algleymisfögnuð æsku-
winninganna fram úr dýpstu fylgsnum hugar míns, svo að ég
lifi lífið á ný, svo að myrkrið hverfi úr sál minni, og sökn-
uður minn og þrá verði að friði, og einvera mín að unaði!
Klingið, silfurbjöllur kvöldblárra skóga! — Brenni, brenni
blysin öll í hásal hvítra lunda!
*
*
*
Síðdegislestin frá Osló rann út af járnbrautarstöðinni á
Túnsási og hlykkjaðist upp eftir dalnum. Svartur reykspúandi
o^mur í hvítalíni vetrarins!
Veturinn hafði lagst snemma að, eins og hans er vandi í
fjallasveitunum. Djúpur snjór var á jörðu, og furuskógurinn
var orðinn alhvítur. Það var tekið að rökkva. Þetta sérkenni-
fe9a svartbláa rökkur, þar sem skuggi af skógi og síðasti
bjarmi dvínandi dags renna saman. Lestin skar sig gegn um
sJ<óginn, og trén komu á harða spretti á móti henni, eins og
nsar í mjallaváðum, klöppuðu á lestargluggana með yztu
9reinasprotunum og voru óðara horfin. En snjórinn hrundi
af greinunum við lofttitringinn af eimreiðarblástrinum og féll
eins og skæðasti skafrenningur yfir lestina, þyrlaðist utan um
hana og leitaði miskunnarlaust inn um hverja smugu. Og
stormurinn nauðaði og þaut napur og nístingskaldur í blæ-
fygnu kvöldinu. —
Eg sat við glugga, sem vissi upp að fjallshlíðinni og starði
u9sunarlaust á kapphlaup skógartrjánna. En djúpt í undir-
udund minni bærðust viðkvæmir strengir. Ég elska skóginn,
,1 hann og óttast. Hann á allan hug minn. Og þó kenni ég
avalt sárs sviða í brjósti, er ég sé víða skóga og volduga.