Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 39

Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 39
eimreiðin Hrímskógur. (Æskuminning). Sóría móría! Sóría móría! Fyrir austan sól og sunnan mána! Klingið silfurbjöllur, í þagnarkyrð kvöldblárra skóga! Brenni, brenni blysin öll í hásal hvítra lunda! Tindrið, stjarneldar, yfir Jötunheimum! — Hringið og syngið algleymisfögnuð æsku- winninganna fram úr dýpstu fylgsnum hugar míns, svo að ég lifi lífið á ný, svo að myrkrið hverfi úr sál minni, og sökn- uður minn og þrá verði að friði, og einvera mín að unaði! Klingið, silfurbjöllur kvöldblárra skóga! — Brenni, brenni blysin öll í hásal hvítra lunda! * * * Síðdegislestin frá Osló rann út af járnbrautarstöðinni á Túnsási og hlykkjaðist upp eftir dalnum. Svartur reykspúandi o^mur í hvítalíni vetrarins! Veturinn hafði lagst snemma að, eins og hans er vandi í fjallasveitunum. Djúpur snjór var á jörðu, og furuskógurinn var orðinn alhvítur. Það var tekið að rökkva. Þetta sérkenni- fe9a svartbláa rökkur, þar sem skuggi af skógi og síðasti bjarmi dvínandi dags renna saman. Lestin skar sig gegn um sJ<óginn, og trén komu á harða spretti á móti henni, eins og nsar í mjallaváðum, klöppuðu á lestargluggana með yztu 9reinasprotunum og voru óðara horfin. En snjórinn hrundi af greinunum við lofttitringinn af eimreiðarblástrinum og féll eins og skæðasti skafrenningur yfir lestina, þyrlaðist utan um hana og leitaði miskunnarlaust inn um hverja smugu. Og stormurinn nauðaði og þaut napur og nístingskaldur í blæ- fygnu kvöldinu. — Eg sat við glugga, sem vissi upp að fjallshlíðinni og starði u9sunarlaust á kapphlaup skógartrjánna. En djúpt í undir- udund minni bærðust viðkvæmir strengir. Ég elska skóginn, ,1 hann og óttast. Hann á allan hug minn. Og þó kenni ég avalt sárs sviða í brjósti, er ég sé víða skóga og volduga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.