Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Page 42

Eimreiðin - 01.10.1933, Page 42
392 HRÍMSKÓGUR EIMREIÐIN út í ómælisgeim himinblámans, hátt að sólnabaki. Ég sveif gegn um blásvala geima í kaldri kyrð, þar sem öll jarðnesk ástríða, óró og þrá var dvínuð og þögnuð. Straumlygn, haf- djúpur friður fylti alla vitund mína og vaggaði sál minni á barm- breiðum bylgjum sínum, eins og móðir barni. — Og sá friður var öllum jarðneskum skilningi æðri! -----— Ég hrekk upp. Mér er orðið kalt. Ég hef staðið lengi kyrr, og frostið er full 20 stig. Tunglið er horfið. 011 blys slokknuð. En bjöllurnar klingja svo óumræðilega skært í snæbláu kvöldinu. Sál mín er hrein og tær, eins og nýstigin úr laug. Aldrei fyr hafði ég fundið til þvílíks svalandi friðar. Hve tilveran er dásamleg á vegamótum lífs og dauða, með útsýn til tveggja heima! — — — Hægt og smámsaman seig dagvitundin inn yfir mig. Hvar var ég? Utan við hallarhlið æfintýraheims og furðulanda. — Sóría móría! Sóría móría! andaði kvöldblá kyrðin. Sóría móría! Sóría móría! hvísluðu allar silfurbjöllurnar innan við paradísarhliðið. Sóría móría! og ég stóð aleinn fyrir utan í vetrarkuldanum. En ég hafði verið innan við hliðið! Sál mín hafði verið með og skolfið af fögnuði og sælu í samhljómi himins og jarðar... Ég braut upp frakkakraganum og stakk höndunum djúpt í vasana. Svo sneri ég heim á leið. Það voru fullir 15 km.! Nú fyrst mundi ég það! Og vegurinn lá gegnum þéttan og skuggalegan furuskóg! En nóttin var löng og hæg og hljóð. Og ég var aleinn með sál minni. Svo gekk ég hægt inn í furuskóginn. fielgi Valtýsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.