Eimreiðin - 01.10.1933, Page 42
392
HRÍMSKÓGUR
EIMREIÐIN
út í ómælisgeim himinblámans, hátt að sólnabaki. Ég sveif
gegn um blásvala geima í kaldri kyrð, þar sem öll jarðnesk
ástríða, óró og þrá var dvínuð og þögnuð. Straumlygn, haf-
djúpur friður fylti alla vitund mína og vaggaði sál minni á barm-
breiðum bylgjum sínum, eins og móðir barni. — Og sá friður
var öllum jarðneskum skilningi æðri!
-----— Ég hrekk upp. Mér er orðið kalt. Ég hef staðið
lengi kyrr, og frostið er full 20 stig. Tunglið er horfið. 011
blys slokknuð. En bjöllurnar klingja svo óumræðilega skært í
snæbláu kvöldinu. Sál mín er hrein og tær, eins og nýstigin
úr laug. Aldrei fyr hafði ég fundið til þvílíks svalandi friðar.
Hve tilveran er dásamleg á vegamótum lífs og dauða,
með útsýn til tveggja heima! — — —
Hægt og smámsaman seig dagvitundin inn yfir mig.
Hvar var ég?
Utan við hallarhlið æfintýraheims og furðulanda.
— Sóría móría! Sóría móría! andaði kvöldblá kyrðin.
Sóría móría! Sóría móría! hvísluðu allar silfurbjöllurnar innan
við paradísarhliðið.
Sóría móría! og ég stóð aleinn fyrir utan í vetrarkuldanum.
En ég hafði verið innan við hliðið! Sál mín hafði verið með
og skolfið af fögnuði og sælu í samhljómi himins og jarðar...
Ég braut upp frakkakraganum og stakk höndunum djúpt
í vasana. Svo sneri ég heim á leið. Það voru fullir 15 km.!
Nú fyrst mundi ég það! Og vegurinn lá gegnum þéttan og
skuggalegan furuskóg! En nóttin var löng og hæg og hljóð.
Og ég var aleinn með sál minni.
Svo gekk ég hægt inn í furuskóginn.
fielgi Valtýsson.