Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 43
eimreiðin
Frá Hnitbjörgum.
Ég var nýlega að fletta gestabók listasafns Einars mynd-
höggvara Jónssonar að Hnitbjörgum, og mig furðaði á þeim
fjölda erlendra manna, sem ritað höfðu nöfn sín í bókina,
því að eins á síðastliðnu sumri skifta hin erlendu nöfn hundr-
uðum. En innlendu nöfnin voru einkennilega fá. Það kann
að vera af því, að hinir innlendu gestir hirði ekki að skrá
uöfn sín, erlendir gæti þessarar venju betur. En mér er ekki
grunlaust um að þeir séu enn nokkuð margir, bæði í höfuð-
staðnum og utan af landi, sem eiga eftir að koma að Hnit-
hjörgum og skoða þá fjársjóðu, sem þar eru geymdir. Það
þarf nokkra áreynslu til að ganga í björgin á Skólavörðuholti
°9 tileinka sér það, sem í þeim er geymt. En sú áreynsla
mun margborga sig. Öll listaverk Einars Jónssonar, að einum
fjórum eða fimm undanskildum, eru táknræn í eðli sínu og
ttiótun. Hann fæst lítið við beinar lýsingar og jafnvel sam-
líkingar, heldur eru verk hans hreint og beint rúnir áð ráða.
Djúpúðg gagnrýni á einkennum lífsins, stórfeld sannindi, göf-
ugar hugsjónir, kærleiksopinberun, hetjudáðir, alt þetta opnast
* verkum þessa völundar þeim, sem beita athyglinni vel og
eru táknvísir. Einari Jónssyni hefur réttilega verið Iíkt við ís-
lenzku dróttkvæðaskáldin til forna, sem fluttu mál sitt svo
^iög í kenningum. En það má einnig líkja verkum hans við
hinar fornu dultrúarathafnir og launhelgar, sem fólu í ákveðn-
um táknum og líkingum æðstu sannindi lífs og dauða.
Hér birtast að þessu sinni myndir af nokkrum hinna yngri
Hstaverka Einars Jónssonar, þeim sem ekki voru til orðin eða
fullgerð, þegar bók hans, Myndir, kom út (1925). Um hina
fyrstu þeirra, Fæðing Psyches, er þess þó að geta, að upp-
haflega var þetta lítil lágmynd, og er hún í fyrnefndri bók
frá 1925 (bls. 31). En síðan hefur mynd þessi verið mjög
mikið stækkuð, svo að munar alt að ferfaldri stærð frum-
•nyndarinnar. Sést listamaðurinn sjálfur á myndinni vera að