Eimreiðin - 01.10.1933, Side 45
eimreiðin
FRÁ HNITBJÖRGUM
395
Skuld.
vinna að stækkuninni, á vinnustofu sinni á neðstu hæð lista-
safnsins. Við stækkunina hefur myndin fengið á sig mikilfeng-
legri blæ, þó að hún sé í öllum aðalatriðum eins og upp-
runalega myndin. Hinir fjórir andar elds, lofts, jarðar og vatns,
þessir fjórir meginþættir allrar tilveru, sameinast um sitt veg-
lega sköpunarstarf og klæða sálina í búning efnisins. En öll
athöfn myndarinnar kemur nú glöggar í ljós en áður innan hvers
reits í Þórshamarsmerkinu mikla, sem er uppistaða verksins.
I næstu mynd er tekið til meðferðar eitt af erfiðustu við-
fangsefnum mannsandans, orsakalögmálið, sannindi orða Páls
í Galatabréfinu 6, 7: »Villist ekki! Guð lætur ekki að sér
hæða; því að það, sem maður sáir, það mun hann og
uppskera*. Hér mætist vestræn og austræn heimspeki, endur-
SÍaldslögmál kristninnar og karmakenning Buddhatrúarmanna,
í einni einfaldri líkingu, sem myndskáldið hefur gefið norræna
nafnið Skuld. Nornin hvíslar skapadóminum í eyra riddarans,
sem látið hefur hest sinn troða undir hófum manninn, er
Ijsgur nár við fætur hans. Það er eins um þessa mynd og
onnur listaverk Einars Jónssonar, að hún geymir ótæmandi
umhugsunarefni.