Eimreiðin - 01.10.1933, Page 46
396
FRÁ HNITBJÖRGUM
EIMREIÐIN
Bókstafsbundinn.
Lágmyndin Bókstafsbundinn sýnir áhrifavald erfðavenjanna
og bókstafsþrælkunarinnar, en hún sýnir líka þá möguleika,
sem frelsið færir mönnunum. Engillinn, sem reynir að vekja
athyglina hjá þeim fjötraða, er boðskapur um það, hvað hinn
fjötrum vafði geti sjálfur orðið, ef hann slífur fjötrana, og
laufskrúðið í baksýn er eins og forboði þeirra heima, sem
frelsið skapar.
Myndirnar Drekinn og Sindur eru hvorttveggja lágmyndir,
sem myndhöggvarinn hefur nýlega lokið við til fullnustu.
Á fyrri myndinni sézt maður vera að lyfta kvenlíkama úr
helli í afllaga bjargi, en forynjulegur dreka-steingervingur
hlykkjast utan um bjarghellinn. Hér birtist á ný lausnarhug-
mynd skáldsins frá myndinni Ur álögum, en þó í alt öðru
umhverfi. Myndin sýnir, hvernig ríki fegurðarinnar verður til,