Eimreiðin - 01.10.1933, Side 48
398
FRÁ HNITBJÖRGUM
EIMREIÐIN
Sorg.
þar sem vald hins illa, í líki steinrunnins drekans, er sigrað.
Sindur sýnir heimssmiðinn að verki, sýnir hvernig hann breytir
óskapnaðinum í skapnað, á hinum mikla afli sínum. Hér er
sagan um það, hvernig kaos verður kosmos. Að baki eru
logar eldsins, en á aflinum járnið, sem er að taka á sig
mynd fagurrar veru, undir hamri smiðsins. Sindrið, sem hrekk-
ur af steðjanum, sézt við fót hans, í líki manna og kvenna
í allskonar stellingum, en framundan í nokkurri hæð má líta
herskara af verum. Á steininn hefur myndhöggvarinn letrað
þessi orð: Þú ert járnið, sem myndast, þín verk neistarnir.
Sorg heitir ein af yngri myndum Einars. Tveir stallar rísa,
og eru á öðrum stallinum maður og kona í danzi. (Jnaðurinn,
sem ástin og lífið veitir, lýsir úr hverri línu þessara tveggja
beinvöxnu líkama, einkum síðan að E. ]. breytti þessum hluta
myndarinnar. Á hinum stallinum grúfir karlmaður í sorg og
snýr baki að danzinum. Hann fálmar með vinstri hendi um
línur konulíksins við hlið hans, en birgir andlit sitt með þeirri