Eimreiðin - 01.10.1933, Page 53
ElMREIÐIN
ESPERANTÓ OG ENSKA
403
Það verður ekki hrakið, að esperantó er lifandi mál, þótt
Servimál sé, og þó að notendur þess séu enn fáir, í saman-
burði við þá, er nota tungumál stórþjóðanna, þá finnast þeir
samt í öllum löndum. Greinarhöf. vill gera sem minst úr fjölda
esperantista og vísar í áætlun um, að 129 þúsundir manna
kunni esperantó. Þessi tala er svo til komin, að árið 1926,
eða fyrir 7 árum síðan, gerði esperantóstofnun þýzka ríkisins
*‘lraun til að safna skýrslum um tölu esperantista um allan
heim, og varð útkoman úr skýrslum þeim, sem henni bárust,
127 þúsund, þar af nál. fjórði hlutinn í Þýzkalandi. En þeir,
sem þekkja til, hversu erfiðlega gengur um skýrslusöfnun
■fnanlands, enda þótt lagaboð og ríkisvald standi á bak við,
Seta gert sér í hugarlund, hvílík vandkvæði muni vera á slíkri
skýrslusöfnun um allan heim, sem ekkert hefur við að styðj-
ast annað en áhuga einstaklinganna. Það má geta því nærri,
þar hafa orðið mjög miklar vanheimtur, enda kom það í
^iós strax sama árið, er talning fór fram á félagsbundnum
esPerantistum í Rússlandi, að þá kom út sjöföld tala á við
sem þýzka esperantóstofnunin hafði fengið skýrslur um.
Langbezt virðist framtalið hafa verið í Þýzkalandi, enda er
skiljanlegt, þar sem skýrslusafnendur hafa haft þar bezta
abstöðu. En auk þess sem talan samkvæmt skýrslunum hefur
^erið alt of lág í upphafi, þá getur hún þó enn síður talist
aastlun um fjölda esperantista nú, því að á þeim 7 árum, sem
siðan eru liðin, hefur útbreiðsla esperantómálsins aukist mjög
m’kið. T. d. má nefna, að tala esperantista á íslandi mun
Vera tíföld á við það, sem hún var samkvæmt skýrslunum
ra 1926, og þó að ekki sé gert ráð fyrir tiltölulega jafn-
m'kiHi aukningu alstaðar, þá hefur hún áreiðanlega víða
Var‘ð tiltölulega meiri. Það virðist því engin fjarstæða að gera
fa^ ^Yrir, að esperantistar séu nú orðnir yfir miljón. Að vísu er
ekki há tala, en þó mjög sómasamleg, þegar þess er gætt,
a fyrir 46 árum var aðeins til einn esperantisti. Eftir þrjá ára-
*ugi
^un tala þeirra hafa leikið á tugum þúsunda, en á hundr-
v nm þúsunda eftir hinn fjórða. Þó að talan geri ekki meir en
a das* á hverjum áratug, þá má telja það mjög vel við unandi.
^ eir’ sem ekkert þekkja til esperantómálsins, gætu af grein
r' ]. ímyndað sér, að það væri ákaflega erfitt að læra.