Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 59
eimreiðin
ESPERÁNTÓ OQ ENSKA
409
lega gefa út auglýsingarit á esperantó og hafa jafnvel stofnað
esperantódeildir, hafa orðið til athlægis fyrir það? Eða al-
þjóðaverkamálaskrifstofan fyrir að gefa út blað á esperantó?
Eða danska stjórnin fyrir að láta setja esperantótexta við
Danmerkurkvikmynd, er sýnd var víðsvegar út um heim?
Nei, það er áreiðanlega margt, sem vér mundum frekar verða
hl athlægis fyrir í augum annara þjóða heldur en þótt vér
færum að leggja stund á esperantó.
Ast greinarhöf. á ensku, sem sízt ber að lasta, hefur leitt
hann út í gönur. Hann hefur þózt sjá einhverja hættu á
ferðum fyrir enskuna af hinum vaxandi framgangi esperantó-
fnálsins og því gjarna viljað bregða fæti fyrir það. En hann
er sýnilega mjög ófróður um það og hefur því leiðst út í ýmsar
fullyrðingar, sem ekki eiga sér nokkurn stað. Auk þess er
8H herferðin gegn esperantó alveg óþörf. Esperantó hefur
aðeins það hlutverk að vinna að vera hjálparmál eða milli-
l'ður milli þjóðtungnanna, en beinist ekki gegn þeim á nokk-
Urn hátt. Engu tungumáli stafar því nein hætta af esperantó,
heldur ekki enskunni. Bæði enska og esperantó eru nú notuð
seir> hjálparmál, en auk þeirra franska, þýzka og fleiri mál.
Eyrir enskuna er það ekkert lakara, að esperantó sé notuð
sern hjálparmál heldur en franska eða þýzka, heldur jafnvel
Þuert á móti. Og þó svo kynni að fara einhvern tíma, sem
e9 skal engan veginn fortaka, að esperantó yrði tekið upp
seni eina hjálparmálið, þá hefur enskan yfir engu að kvarta,
ky> að það er ekkert gert á hluta hennar með því, aðeins
sPornað við yfirdrotnun hennar yfir öðrum málum. Líklega
uiun þetta þó eiga nokkuð langt í land, en engin hætta væri á,
t>ó svo færi, að enskunám mundi leggjast niður. En það mundi
uðeins verða stundað til þess að kynnast hinum brezku þjóðum,
u9sunarhætti þeirra, menningu og bókmentum, en ekki til
Pess að geta spurt til vegar eða beðið um rakvatn á gisti-
"sum, því að til þess mundu menn auðvitað nota hjálparmálið.
Þorsteinn Þorsteinsson.